Saga - 1964, Page 141
HÚSAVlKURVERZLUN 1 FRlHÖNDLUN
138
skip sitt, sem auk þess muni hafa verið lítið á að græða,
þar eð nú hafi verið óvenju lélegur markaður í Kaup-
mannahöfn fyrir kjöt, tólg, ull og prjónles. Afleiðingin
sé, að Hansteen geti nú ekkert borgað, en biðji um lán
til að kaupa bæði skip og vörur og um greiðslufrest á
eldri skuldum og þurfi hann alls 7200 ríkisdali. Nefndin
kveðst í miklum vanda við að gefa álitsgerð um þessa
umsókn, enda verði að líta á hana frá þrem hliðum. Hún
varpar því fram þessum spurningum: Getur Hansteen
gert kröfu um frekari aðstoð? Er það nauðsynlegt fyrir
verzlunina á Islandi að aðstoða hann? Er það ráðlegt
að hætta meiru fé úr sjóði sölunefndar vegna Han-
steeens og verzlunar hans?
Fyrstu spurningunni kveður nefndin skyldu sína að
svara játandi, Hansteen standi engum öðrum Islandskaup-
mönnum að baki í verzlunarþekkingu og ennþá síður í
gætni, sparsemi og iðni. Að því, er bezt verði séð, stafi
erfiðleikar hans eingöngu af því, að hann hafi ekkert
átt sjálfur til byrja verzlunina með og síðan orðið fyrir
meiri óhöppum en hann mátti við. Hann hafi raunar átt
það sameiginlegt með flestum stéttarbræðrum sínum að
^eggja út í verzlun á Islandi án þess að eiga nokkuð og
það hafi hann ekki reynt að dylja, enda hafi það meira
að segja þótt gott, að hann skyldi vilja taka við Húsa-
víkurverzlun eins og á stóð. Að þessu athuguðu kveðst
nefndin álíta, að Hansteen hafi mikla ástæðu til að vænta
þess, að enn verði nokkru fé hætt til honum til bjargar,
svo að hann geti haldið verzluninni áfram.
Annarri spurningunni segir nefndin sjálfsagt mega
svara neitandi, því að ekki ætti að vera nauðsynlegt að
hjálpa Hansteen vegna verzlunarinnar á íslandi. Ef það
yrði ofan á að láta hann hætta verzluninni og taka eignir
hans, svo langt sem þær næðu, upp í skuldir hans, yrði
sjálfsagt hægt að fá einhvern annan til að taka við Húsa-
víkurverzlun, og meðan verið væri að koma því í kring,
yrði kannski hægt að uppörva kaupmennina á Akureyri