Saga - 1964, Síða 147
HÚSAVlKURVERZLUN I FRÍHÖNDLUN 139
hafís umlukti ströndina frá því um jól 1801 og fram í miðj-
an ágúst 1802. Þó var sumarið 1801 sæmilegt, einkum var
fiskafli þá óvenjumikill meðfram allri strönd sýslunnar,
og mun það hafa bjargað mörgum frá hungurdauða.
Skepnufellir varð gífurlegur þessi ár, og veturinn 1800—
1801 misstu sýslubúar (eða urðu að slátra) % hluta
nautgripa sinna, % af mjólkurám, yfir y2 af sauðum og
lömbum, sem sett höfðu verið á, og Vr» af hestunum.
Enn varð mikill búfjárfellir veturinn 1801—1802, og
sá málnytupeningur, sem lifði af, varð að litlu gagni sök-
um þess, hve illa hann var á sig kominn eftir veturinn, og
sumarið 1802 var frámunalega kalt og gróðurlítið. Hey-
leysi bænda eftir það sumar varð til þess, að þeir, sem
áttu þá eitthvað teljandi eftir af búpeningi, neyddust til
að slátra óhóflega miklu af honum, enda voru aðeins 222
lömb sett á í allri Þingeyjarsýslu haustið 1802. Við þetta
bættist svo, að allmikið af hrossum drapst úr einhverri
óþekktri veiki auk þeirra, sem féllu úr harðrétti og hor.
Veturinn 1802—1803 var fremur mildur að undan-
teknu mjög slæmu kasti í október og fram í miðjan
nóvember, en það sauðfé, sem eftir lifði, var þá svo af sér
gengið eftir langvarandi harðindi, að það þreifst lítt af
útigangi. Eftir bréfi Þórðar sýslumanns til amtmannsins
13. febrúar 1803 að dæma áttu ýmsir bændur í sýslunni
þá enga kind eftir. Nokkrir höfðu orðið að slátra inn-
stæðukúgildum ábúðarjarða sinna til að draga fram lífið
og fáeinir notað hrossakjöt sér til matar. Ekki vissi hann
til, að neinir hefðu þá enn dáið úr hungri í sýslunni, en
taldi óhjákvæmilegt, að mannfellir yrði með vorinu, nema
sjávarafli yrði verulegur. Svo fór þó, að lítið fiskaðist og
minnst í nyrztu hreppunum, þar sem ástandið var lang-
verst, en það varð hins vegar mörgum þar til bjargar, að
tvo hvali rak, annan við Sléttu og hinn við Langanes. Þetta
nægði þó að sjálfsögðu ekki til að bægja hungurdauðanum
frá, enda var vorið afleitt og sumarið einnig slæmt. 1 bréfi
einu frá sýslumanni til amtmanns í ágúst 1803 segir að 4