Saga - 1964, Qupperneq 149
HÚSAVlKURVERZLUN 1 FRÍHÖNDLUN
141
norðurhluta Þingeyjarsýslu og nyrzt í Norðurmúlasýslu,
sendi stjórnin nokkra peningaupphæð til landsins árin
1802 og 1803 til kaupa á kornvörum handa hinum verst
settu, og af henni féllu alls um 500 ríkisdalir í hlut Þing-
eyinga. Þessir peningar urðu að vísu að nokkru gagni, en
komu bæði seinna en skyldi og entust verr en búizt hafði
verið við vegna hins geysiháa verðs á rúgi og öðrum korn-
vörum. Við þetta bættist svo hinn venjulegi skortur á mat-
vörum í Húsavíkurverzlun og raunar einnig í verzluninni
á Vopnafirði, en þá var vart um annan verzlunarstað að
væða en Akureyri. Nú höfðu bændur hins vegar misst svo
wikið af hestum sínum, að allar kaupstaðarferðir voru
miklu meiri erfiðleikum bundnar en nokkru sinni áður.
Uthlutun hjálparinnar til hinna þurfandi manna gekk líka
wjög seint, þar eð ekki taldist þorandi að afhenda þeim
þá peningaupphæð, er hverjum um sig var ætluð, af ótta
við að einhverjir keyptu tóbak og brennivín fyrir gjafa-
peningana í staðinn fyrir matvörur, þótt litlar líkur væru
i'aunar til þess eins og á stóð. Menn fengu því aðeins seðil
hjá sýslumanninum um, að þeir mættu kaupa rúgmjöl eða
i'úg fyrir ákveðna upphæð hjá tilteknum kaupmanni. Þessa
úthlutunarseðla fengu svo kaupmenn eða faktorar þeirra
borgaða eftir á hjá sýslumanni eða amtmanni, nema fakt-
winn á Vopnafirði, sem neitaði að láta vörurnar öðru-
vísi en gegn staðgreiðslu, og urðu því þeir menn, sem
sendir höfðu verið til hans, að fara bónleiðir heim til
sín, þar til amtmaðurinn hafði sent peninga alla leið frá
Möðruvöllum í Hörgárdal austur á Vopnafjörð. Menn gátu
því verið orðnir ærið aðþrengdir eða jafnvel dauðir úr
hungri, áður en þeir fengju notið góðs af hinni konung-
legu gjöf.
Harðindin komu að sjálfsögðu einnig mjög illa niður á
kaupmönnum, þar eð miklu minna var að fá af arðbærum
útflutningsvörum en ella, og var þess því síður en svo að
vsenta, að verzlun Hansteens tæki nokkrum framförum á
Þessum árum þrátt fyrir alla þá hjálp, er hann varð að-