Saga - 1964, Qupperneq 169
HÚSAVlKURVERZLUN í FRlHÖNDLUN 161
kröfðust tiltölulega mikils rekstrarfjár, þar eð sérhver
kaupmaður þurfti helzt að eiga nægan slcipakost sjálfur
til flutninga á vörum landa í milli vegna verzlunar sinn-
ar. Ef kaupmaðurinn var ekki í félagi við eitthvert verzl-
unarfyrirtæki í Höfn eða annarri borg í ríkjum konungs,
þurfti hann sjálfur bæði að sjá um verzlun sína á Islandi
og kaup og sölu á vörum ytra. Niðurstaðan varð sú, að
flestir kaupmennirnir létu faktora annast verzlanir sín-
ar á Islandi, en höfðu sjálfir aðsetur í Kaupmannahöfn,
sem var þó ekki sem heppilegust miðstöð íslenzku verzl-
Unarinnar erlendis.
Þótt Húsavíkurverzlun hefði verið rekin með meiri at-
orku en Hansteen gerði, var hæpið, að hún hefði staðið
undir nauðsynlegum tilkostnaði, hvað þá gefið teljandi
arð nema höfð væru útibú á Raufarhöfn og Þórshöfn, en
þetta skorti Hansteen hugkvæmni til að reyna.
Mestan arð gaf íslenzka verzlunin annars þeim kaup-
uiönnum, sem höfðu ítök á fleiri en einni verzlunarhöfn
°g ráku einnig stórverzlun ytra, enda voru það einmitt
slíkir aðilar, sem urðu langlífastir í þessari verzlun, og
ber þar öðrum fremur að nefna eftirmenn Hansteens á
Húsavík, Örum & Wulff. Upphafsmenn þess fyrirtækis
voru, eins og fyrr segir, Niels Örum og Jens Andreas
V7ulff, sem byrjuðu sjálfstæða verzlun á Eskifirði árið
1798, og dafnaði hún svo fljótt og vel, að þeir sáu sér
leik á borði að ná Húsavíkurverzlun undir sig, eftir að
Hansteen gafst þar endanlega upp. Eftir það leið ekki á
löngu, unz þetta fyrirtæki var orðið öllum öðrum vold-
Ugra í verzluninni á Austurlandi og hafði náð miklum
itökum í verzluninni nyrðra, og stóð svo fram um síð-
ustu aldamót.
Verzlunin á Húsavík þótti breytast heldur til batnaðar
Vlð tilkomu þeirra Örum & Wulffs, einkum að því leyti,
að þeir sendu oftast nægar kornvörur þangað en raunar
v°ru gæðin upp og ofan, eins og algengt var á þeim tím-
Um- Kvartanir yfir timburskorti héldu hins vegar áfram,
11