Saga


Saga - 1964, Page 176

Saga - 1964, Page 176
168 RITFREGNIR mun fram í ragnarök dæma lifendur og dauða. T.-P. segir, að „ekki er óhugsandi, að goðsagan um Óðin hafi orðið fyrir áhrifum af Kristi á krossinum. En sé svo, hafa kristnu hugmyndirnar orðið algerlega samræmdar arfteknum heiðnum hugmyndum. Við gætum vænzt þess, að víkingur á Bretlandseyjum hafi virt fyrir sér mynd af deyjandi Kristi og fundizt hún tákna deyjandi Óðin. Þetta gat orðið undirrót að skáldlegri framsetningu goðsögunnar (um dauða á Yggdrasli) og tengingu á slíkum trúarminnum sem þeim, að guð væri fórnfærður guði i gálga, kvalinn þorsta, lagður spjóti í gegn, birtist síðan upp- risinn, þótt hvert eitt þessara atriða ætti sér rætur í heiðinni arf- sögn.“ Vel mætti hugsa sér Snorra hafa hagað myndskoðun sinni af jafn- opinni skilningsþörf og þann viking, þótt Snorri hefði klerkmennt umfram, þegar hann las goðdýrkunarefnið i Eddu sinni út úr eddu- kvæðum og skáldamálsmyndum. Sé svo, hafa rangfærslur heiðinnar trúar að sjálfsögðu getað átt sér stað (auk lausbeizlaðrar gamansemi hans), en ekki sem viljaverk. Að ekki sé viljaverk neita raunar þeir skýrendur goðsagnaritarans Snorra fyrr og nú, sem telja hann hafa gert sér ljóst, að dýrkun ása hafi verið djöfladýrkun (blandin áa- dýrkun) og honum hafi verið það snjallræði tamt að framkalla heiðni- myndir með því að snúa kristnum bænum og heilögum hugmyndum upp á Satan og breyta svo hans nafni í Óðins nafn. Eigi sjaldnar en á 3. hverri síðu að meðaltali er Snorra getið í þessari bók T.-P. og tillit til hans tekið, þótt hinar eldri heimildir séu vitanlega hafðar að megingrundvelli ályktana. Meðal þeirra kafla í bókinni, sem mest er á að græða menningar- sögulega, þykir mér vera kapítulinn um „divine heroes": Jörmunrek, Sigurð Fáfnisbana og mága hans Borgunda (Niflunga), Starkað, Harald hilditönn, Haddingja. í ritinu um Óðinsdýrkun (1958) birtist æðsti guð slíkra forfeðra sem „guð lögleysis og, að því er virðist, guð konungshirðar". Hver veit, hve margt í sköpunarsögu konunglauss þjóðveldis var mótvægishræring gegn þessu hamslausa víkingaskeiðs- afli? En neistaflug milli spennusterkra skauta þarf til skáldskapai og til hvers nýs menningarfyrirbrigðis. Og þetta var spenna, sem Sat endurmyndazt, þótt í öðrum aðstæðum væri. Óðinn reis upp dauður. Búandmenn Þórs urðu að mold Jarðar, móðurinnar. En ástmegir Óð- ins, goðkunnar hetjur, sem kapitulinn fræðir oss hlutlægt um, hnigu í val og létu fölvan jó flugstíg troða til sérkennilegrar upprisu a ýmsum tímum. Þeir urðu, líkt og Shakespeare sagði, draumar þeir’ sem enn verða gerðir úr menn. B. S.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.