Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 12
10 Aðalgeir Kristjánsson
Konunglega norræna fornfræðafélagið (Arnasafn í Kaupmannahöfn,
Umsókn til Árnanefndar 1839).
2.2 Danska orðabókin
Árið 1841 sóttu Jóhann Halldórsson og Konráð um styrk til að semja
dansk-íslenska orðabók. Árið 1842 hlaut hvor þeirra 400 dala styrk
til verksins og 300 árið eftir. Á einmánuði 1842 var prentað í Kaup-
mannahöfn Boðsbréf undirritað af Konráði Gíslasyni og Jóhanni
Halldórssyni þar sem þeir buðu íslendingum að gerast kaupendur að
dansk-íslenskri orðabók. I formála dönsku orðabókarinnar greinir
Konráð frá hvern þátt Jóhann Halldórsson átti í henni og segir að
hann hafi verið þess mestur hvatamaður að leita styrks til samning-
ar hennar: „[...] styrkinn fengum við, úr sjóði ríkisins, fyrir flutning
og milligöngu herra jústizráðs E. Collin, og er honum því mest að
þakka, ef bók þessi verður að nokkru liði“ (Konráð Gíslason
1851 :iii). í lokin kvað hann upp úr um álit sitt á því hvað orðabókin
hefði sér helst til ágætis: „Einhver helsti kostur á bók þessari væntir
mig að það sé, er eg hef vísað í fornbækur eða tekið dæmi úr þeim,
þó mér þætti ekki þörf að þræða ritshátt þeirra“ (Konráð Gíslason
1851 :iv).
Rentukammerið sendi æðstu embættismönnum á íslandi allnokkur
eintök af boðsbréfinu og fól þeim að láta undirmenn sína safna
áskrifendum. T. a. m. skrifaði það Bjarna amtmanni Þorsteinssyni 10.
maí 1842 og fól honum að dreifa bréfinu til sýslumanna í amtinu. í
svarbréfi Bjarna 4. febrúar 1843 lét hann lítið af undirtektum. Alls 18
höfðu skrifað sig á boðsbréfin í Mýra- og ísaijarðarsýslu.4 Tafir urðu
vegna þess að Jóhann Halldórsson tókst ferð á hendur til íslands
vegna andláts foður síns en þrálát augnveiki dró úr afköstum Kon-
ráðs. Af Jóhanni er það að segja að hann kvaddi lífið á nýársnótt
1843-44 svo að Konráð sat einn eftir með orðabókina og kvaðst hafa
orðið að endurvinna það sem komið var. Hann réð til sín aðstoðar-
4 Þjóðskjalasafn íslands, Rtk. J. 20-1482. Þetta skjal var flutt í ísd. J. 10-1344.
Embættisbréfin sem vitnað er til hér á eftir og snerta dönsku orðabókina eru öll á
einum stað í skjalasafni íslensku stjórnardeildarinnar, ísd. J. 10-1344. Númer ein-
stakra bréfa eru þessi: ísd. .1. 2-7, ísd. ad J.2-7, ísd. J. 2-8, ísd. J. 2-183, ísd. J.
2-1119, ísd. J. 3-914 og ísd. J. 4-420.