Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Síða 23
Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
21
Guðmundsson 1969:181). Líklegt er að þessi rannsókn hafi fremur
verið unnin vegna þess að Konráð hafði Um frum-parta íslenzkrar
túngu í smíðum um þetta leyti, enda virðist sem Scheving óttist frek-
ari tafir á orðabókarverkinu. Eitthvert hlé varð á störfum Konráðs við
orðabók Cleasbys því að Scheving óskar þess í bréfinu að hann gæti
útvegað Cleasby einhvern góðan íslending í sinn stað svo að íslenska
orðabókin þyrfti ekki að hætta.
Af bréfi Schevings til Konráðs 4. mars 1845 virðist mega ráða að
einhverjar breytingar hafi legið í loftinu í sambandi við orðabókar-
starfið því að þar segir: „Danska og íslenska orðabókin mun enn eiga
langt í land, og Cleasby mun vera farinn til Englands með safnið til ís-
lensku orðabókarinnar, hvað sem síðar verður um það“ (Finnbogi
Guðmundson 1969:183). Samkvæmt þessum orðum var fiskisagan
flogin og í bréfi 4. ágúst s. á. segir Scheving: „Mikið sé eg eftir því, að
þér yfirgáfúð Cleasby, meðan hann þurfti yðar við, því fyrir það sama
er hætt við, að talsvert fleiri misfellur verði á verki hans en annars
hefði orðið. En að maðurinn hafi þurft yðar við, þó hann ef til vill af
enskri stórmennsku ekki hafi viljað láta á því bera, hefir hann sýnt
með því að vera sér úti um nýja tilhjálparmenn. Vænt þyki mér um
það, að hann samt kvað halda áfram að safna til orðbókar sinnar, því
með því veitir hann öðrum stórmikinn létti, er á sínum tírna kynni að
vilja semja slíka orðbók handa oss íslendingum, undir eins og hann
með hinu sama gefur oss ný merki hins lofsverða enska stöðuglyndis
og staðfestu" (Finnbogi Guðmundsson 1969:184).
Af því sem greint hefir verið frá hér að framan má berlega ráða að
uppstytta varð í samstarfi Konráðs og Cleasbys. Augnveiki Konráðs og
fjarvistir vegna hennar, undirbúningur að útgáfu Um frum-parta ís-
lenzktw túngu (Kaupmannahöfn 1846) og fleiri störf, t. a. m. við dönsku
orðabókina, dreifðu kröftum hans. Af orðum Hallgríms Schevings er
helst að skilja að Cleasby hafi þóst einfær um að stjórna og leiða orða-
bókarstarfið til lykta og ekki talið sig þurfa Konráðs við. Auk þess
virðist sem til persónulegra árekstra hafi komið og af þeim sökum hafi
Konráð hætt að starfa hjá Cleasby á öndverðu ári 1845. Hléið sem
varð á störfum Konráðs við orðabók Cleasbys virðist ekki hafa orðið
langt. í bréfi til Konráðs 3. mars 1847 er Scheving að forvitnast um
hvað orðabók Cleasbys líði og hvað Konráð hafi fyrir stafni (Finnbogi