Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 24
22
Aðalgeir Kristjánsson
Guðmundsson 1969:186), og 30. ágúst 1847 festi Cleasby á blað:
„Paid Gislason 10 dollars, with 20 last month equals 30 for two
months" (Cleasby 1874:cii).
I bréfi Brynjólfs Péturssonar til Gríms Thomsens 20. ágúst 1847
segir: „Kúlbeinsen er að starfa íyrir Cleas, en af viðskiptum þeirra veit
eg harla lítið. Eg var samt hjá Cleasi einu sinni hér um daginn, sagði
hann mér þá, að hann er búinn að staðráða að láta prenta í Lundúnum,
og skrifa allt upp undir prentun hér“ (Brynjólfur Pétursson 1964:130).
Af bréfi sem Guðbrandur Vigfússon skrifaði Konráði Maurer 18. febr-
úar 1865 má fá nokkra hugmynd um hvernig orðabókin var á vegi
stödd um það leyti sem Cleasby féll frá, en þar segir: „Eg hefi fundið
hér bróður Cleasbyes. Hann hefir bréf og dagbækur bróður síns, og þar
með bréf frá Schmeller, Schelling og frá Jakob Grimm. Hjá honum
fékk eg og prentað sýnishorn sem Cl. sendi Grimm sumarið 1847 og
svar Grimms upp á það og óskar að guð gefi að Cl. auðnist að leiða
allt vel til lykta. En sú ósk rættist ekki, því um haustið dó Cl. eftir sem
bróðir hans segir fyrir handvömm þeirra í Kmh. Cleasbye hefir þá ver-
ið búinn með safnið, og ætlað að byrja prentun smám saman“ (Svavar
Sigmundsson 1989:293). í formála að fyrstu útgáfu orðabókar Cleas-
bys segir hins vegar berum orðum að enginn hluti hennar hafi verið
fullunninn þegar Cleasby féll frá nema sýnishorn sem hann sendi
Jakobi Grimm (Cleasby 1874:vi).
Brynjólfur Pétursson skrifaði Grími á ný til Lundúna 9. desember
s. á. og vék að afleiðingum þess að Cleasby var fallinn í valinn, með
þessum orðum: „Skaði var þó að Cleasby skyldi fara að deyja, því nú
er lítil von um að orðabókin komist út, og verst af öllu ef blöðin verða
tekin til Englands. Ef bróðir hans vill ekki leggja neitt til útgefningar
þeirra, ætti hann að gefa þau einhverju bókasafninu hérna, því þá
kynni Konráð að geta komið þeim út einhvern tíma. Komist þau í ann-
arra hendur, gef eg ekki mikið fyrir þau. Repp gæti vel gjört útlegg-
inguna. Hann er allra manna færastur um það. En ef hann ætti að
standa fyrir útgáfu sjálfs textans, þá færi það víst allt í klúðri. Eg þyk-
ist vita, eftir því sem þú hefur lýst fyrir mér Bjelke, að hann muni hafa
talað vel og skynsamlega við bróðir Cleasbys, en þar hefur líka þurft
mikið lag, því hann hefur sjálfsagt haldið, að hér væri hrafnar á hræ
sestir. [...] En Krieger segir mér, að Antony Cl. hafi illt orð á sér í