Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 26
24
Aðalgeir Kristjánsson
Benedikt Gröndal réðst í þjónustu Konráðs á stúdentsárum sínum
fyrir 1850 eins og áður getur. Konráð var þá með báðar orðabækurnar
í takinu svo að mikils þurfti við, en Gröndal hermir svo frá: „Þá var
Konráð að semja dönsku orðabókina og vantaði mann, og þá fór eg til
hans sem skrifari [...] Safn Cleasbys til orðabókarinnar, sem Guð-
brandur umsteypti og lauk við, varð eftir í Höfn eftir ffáfall Cleasbys;
það voru nokkur bindi í fólíó og mörg hundruð seðla í pökkum; hafði
Cleasby haldið ýmsa Islendinga til að safna fyrir sig úr fornritunum,
þarámeðal Konráð Gíslason, BrynjólfPétursson [...] SkúlaThorlaci-
us, Halldór Friðriksson og fleiri [...] Seinna var svo afráðið af erfingj-
um Cleasbys, að halda skyldi áfram verkinu og leiða það til lykta, og
var þá allt verkefnið flutt til Konráðs og honum falið þetta á hendur
ásamt Krieger háskólakennara. Þetta var nú eins og hvalreki fyrir okk-
ur, sem ekki höfðum neitt fast viðurværi, því nú var verkinu skipt nið-
ur á ýmsa, þó lítt færir væru og alls ekki höfðu lagt sig niður við mál-
fræði [...] Konráð átti að líta yfir þetta og gefa vottorð um það; Gísli
Magnússon gerði allmikið af þessu, og hreinskrifaði ég fyrir hann, en
fékk litið fyrir“ (Benedikt Gröndal 1965:125-26).
í bréfi til föður síns 26. september 1850 getur Konráð þess að sér
þyki meira í varið að vinna við orðabók Cleasbys en dönsku orðabók-
ina sem hann var þá að leggja síðustu hönd á (Konráð Gíslason
1984:150). Hann og Gröndal bjuggu þá saman langt úti á Vesturbrú í
húsi sem kallað var Ameríka. Þangað fluttist Konráð frá Amagertorv
4 eftir að manntal er tekið 1. febrúar 1850. Gröndal kallaði lífshætti
þeirra „villulíf‘ sem væri í meira lagi ömurlegt. Það sætir furðu að
dósent við Hafnarháskóla og maður í stjórnarnefnd Árnasafns skuli
hafa lotið svo lágt. Sú skýring er nærtækust að bágur efnahagur hafi
þar mestu um valdið. Af frásögn Gröndals verður ekki ráðið hvort
Konráð hefir flutt seðlasafn og handrit orðabókanna í þennan veru-
stað. Af orðum Gröndals má ráða að verkstjórn Konráðs hafi tæpast
verið sem skyldi og ýmsir lítt færir fengnir til starfa, en engu að síður
var vinnan hinn mesti „hvalreki" fyrir íslenska stúdenta.
í inngangi orðabókar Eiríks Jónssonar eru aðstoðarmenn Cleasbys
taldir upp: Konráð Gíslason, Brynjólfur Pétursson, Halldór Kr. Frið-
riksson, Skúli Thorlacius og Brynjólfur Snorrason. Eftir að Cleasby
var fallinn frá, hafi Gísli Magnússon, Benedikt Gröndal, Eiríkur Jóns-