Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 27
Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
25
son, Gunnlaugur Þórðarson o. fl. verið Konráði til aðstoðar. Þar segir
einnig að orðasöfnuninni hafi verið nær lokið þegar Cleasby andaðist
og þýðing á ensku var hafin (Eiríkur Jónsson 1863:xviii).
Konráð getur Cleasbys og orðabókargerðar hans í bréfi til Jakobs
Grimms 18. mars 1854 og segir að sér hafi verið falin umsjá verksins
eftir ffáfall hans og sendir Grimm sýnishorn af upphafi orðabókarinn-
ar.13 Ekki er vitað hvað fyrir Konráði vakti með að fá umsögn Grimms
um sýnishorn það af upphafi orðabókarinnar sem hann sendi honum
ásamt bréfinu. Ætla má að hann hafi viljað hafa handbært álitsskjal frá
slíkum manni líkt og Cleasby hafði áður gert.
3.2 Orðabók Cleasbys flutt til Englands — undirbúningur að prentun
Sumarið 1854 urðu þáttaskil í sögu orðabókarinnar. Elún hafði þá tek-
ið á sig snið orðabókar með þýðingum á ensku (Cleasby 1957:vi).
1 inngangi að orðabók Cleasbys, þeim hluta sem dagsettur er 10.
júni 1869, segir að erfingjar Cleasbys hafi greitt tilteknum mönnum í
Kaupmannahöfn verulegar Qárhæðir til að ljúka orðabókinni og árið
1854 hafi komið krafa um meira fé. Þar sem draga mátti í efa að lík-
ur væru til að verkinu yrði lokið á eðlilegum tíma og með réttlátum
skilmálum, var ákveðið að flytja handritasafnið til Englands. Ekkert af
frumgögnum Cleasbys hafi komið með sendingunni heldur óvönduð
eftirrit unnin eftir fráfall hans af stúdentum í Kaupmannahöfn. Hins
vegar séu frumgögnin enn ekki komin til Englands (Cleasby 1874:vi).
Frásögn Jóns Þorkelssonar er áþekk nema hann segir að Konráð hafi
enn 1854 beðið um „meira fé til bókarinnar“ (Jón Þorkelsson
1894:14). Hallgrímur Scheving undraðist tíðindin og spurði Konráð í
bréfi 18. febrúar 1855: „Er það satt, sem hingað fréttist í fyrra sumar,
að bróðir Cleasbys hefði flutt handrit hinnar íslensku orðbókar, sem
13 Þar segir: „Indem ich nun ersuchen wage, mir die Bemerkungen, wozu Ihnen
diese Probe Anlass geben wird ... Dies Glossarium sollte sich, meinem Wunsche zu-
folge, Ihrem grossen Wörterbuch auch im Format anschliessen, wie es sich anschlies-
sen wird, um Licht von ihm zu empfangen, namentlich in Betreff der Etymologie. Den
Ursprung der Wörter möchte ich nur angeben, wo er im Altnordischen selbst zu
suchen ist, aber, wie es scheint, gewöhnlich ubersehen wird“ (Jakob Grimm 1885:
310).