Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Síða 29
Oröabókarstörf Konráðs Gíslasonar
27
mjög illa gjört. Einungis er, að safnið er sumstaðar fátækt, vantar
locos classicos, og vísindal[egt] snið. Formálar stafanna með Konráðs
hendi, eru magrir, og hefir okkur D[asent] komið saman um, að þá
þurfi alla að gjöra um aftur” (Svavar Sigmundsson 1989:291).
Guðbrandur sá ofsjónum yfir því fé sem erfingjar Cleasbys höfðu
greitt Konráði og samstarfsmönnum hans eins og fram kemur í bréfi
hans til Jóns Sigurðssonar 21. nóvember 1865: „Hvaða bót fáum við
hér fyrir það að t. d. þeir Krieger og Konráð hafa etið upp 800 pund af
peningum Cleasbys, stolið bókum hans, safni hans, og sent allt hingað
hálfkarað eður verr, disgrace fyrir Danmörku, og svara svo Dasent
snuprum fyrir allt saman, og þetta er þó fame and name ágæts engelsks
fræðimanns sem liggur í sinni gröf. Við getum reyndar ef guð lofar sett
þá í gapastokkinn, en gjaldið er farið. Eg skyldi feginn þiggja þessi 800
pund, ef þau væri óétin, og þau væri betur komin hjá mér, svo og
Cleasbys safn in originali” (Svavar Sigmundsson 1989:298).
Það verður ekki sagt að Guðbrandur vandi Konráði kveðjurnar. Vel
að merkja ber einkum á því í bréfum til Jóns Sigurðssonar. í bréfum
til annarra gætir hann meira hófs en staðreyndir eru þær sömu, t. a. m.
um fjárhæðina sem erfingjar Cleasbys greiddu þeim Krieger og Kon-
ráði. Sú upphæð umreiknuð í danska peninga samsvaraði 3.200 döl-
um.
Guðbrandur verður samt ekki sakaður um að helja Cleasby til skýj-
anna á kostnað Konráðs. í spássíugreinum í eintaki af orðabók Cleas-
bys í eigu Clarendon Press hefir Guðbrandur skráð athugasemdir og
leiðréttingar við ýmislegt sem stendur í formála og ævisögu Cleasbys
eftir Dasent. Þar má sjá þessi ummæli Jóns Sigurðssonar um fræði-
mennsku Cleasbys: „Eg gat aldrei séð hann vas [sic] annað enn hreinn
dilettanti" (Knowles 1980:169).
Elizabeth Knowles hefir ritað grein um þessar spássíugreinar í
Saga-Book. Þar kemur fram að fátt var með Guðbrandi og Dasent
engu síður en Konráði og Guðbrandi. í annarri spássíugrein segist
Guðbrandur aldrei hafa haft með höndum eina einustu línu með hendi
Cleasbys eða nokkuð samið af Englendingi. Það handrit sem hann hafi
haft með höndum hafi alfarið verið samið eftir lát Cleasbys af íslensk-
um skrifurum og fyrir lítil laun. Um þátt Dasents að orðabókinni seg-
ir Guðbrandur að hann hafi ekki verið eyris virði en hann þegið laun