Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Síða 30
28
Aðalgeir Kristjánsson
fyrir. Um ævisögu Cleasbys segir Guðbrandur að hún hefði betur
aldrei verið rituð. Þrátt fyrir andmæli sín hafi Dasent skrifað hana í
október 1873 (Knowles 1980:170-172).
Undirbúningur að prentun orðabókarinnar var kominn á skrið
1866. í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 9. október 1866 komst Guð-
brandur Vigfússon svo að orði: „Að þessu sinni sendi eg yður fyrstu
örkina af orðabókinni, sem nú þessa dagana hefir komið úr pressunni.
[...] Eg sendi yður bæði örkina af þeirri nýju, eins og hún kemur frá
minni hendi, og hinni eldri. Mr. Dasent nl. byrjaði prentun fyrir eitt-
hvað 6 árum á handritinu sem það kom frá Khöfn frá þeim Konráði.
Þetta komst aldrei nema 3 hálfar arkir eða þar um bil, þá var hætt við,
og það er nú opus cessatum, og held það með réttu“ (Svavar Sig-
mundsson 1989:302).
Prentun orðabókarinnar hófst fyrir alvöru 1869. Jafnframt var kall-
að eftir því sem enn var geymt í Kaupmannahöfn. í bréfi sem Konráð
skrifaði A. F. Krieger 18. nóvember 1869 komst hann svo að orði að
það hafi verið „den redigerede (men ikke reviderede)“ hluti orðabók-
arinnar sem sendur var 1854. í bréfinu gefur Konráð þá skýringu að
hluta safnsins hafi verið haldið eftir af öryggisástæðum og að sínu
mati verði hvergi gengið endanlega frá orðabókinni nema í Kaup-
mannahöfn.15 Til viðbótar eru tvö önnur bréf frá Konráði til Kriegers
um afhendinguna skrifuð síðari hluta nóvember 1869. í bréfinu 18.
nóvember skráir Konráð bækur sem verið höfðu í eigu Cleasbys en
síðan í vörslu hans og „de cleasbyske Optegnelser“, 103 böggla,
stærri og minni — trúlega orðabókarseðla — fimm skrifaðar bækur
og eina óskrifaða og hundrað prentaðar bækur sem hann setti allt í tvo
kassa. Um örlög þessarar sendingar er það vitað að hún var ekki opn-
uð fyrr en í ágúst 1873, en þá hafði síðasta örkin af orðabókinni verið
15 í bréfinu segir: „Da den redigerede (men ikke reviderede) cleasbyske Ordbog
sendtes til England (i for en 15-16 Aar siden?), var det alle deres eenstemmige Men-
ing, der kjendte til Forholdene, og som yttrede sig om Sagen, at det Övrige burde blive
tilbage, forat man ikke skulde udsætte det Hele for at gaae til Grunde (paa een Gang).
Hvad mig angaaer, har jeg desuden aldrig troet, at Ordbogen vilde blive fuldendt
noget andet Sted, end i Kjöbenhavn. At man vilde lade den udgaae i en Skikkelse, som
den, hvori den nu foreligger, har jeg ikke kunnet forestille mig“ (RA, Privat arkiv A.F.
Krieger).