Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 48
46 Eiríkur Rögnvaldsson
Þau þrjú „frl.-próf ‘ sem hér hafa verið reifuð benda öll í sömu átt, þ. e.
að aukaföll í ÓS [ópersónulegum setningum, ER] í fornu máli hafi haft
setningarlega stöðu frl. [...] Ekkert hinna þriggja prófa telst verulega
sterk röksemd fyrir frl.-hegðun aukafalla í ÓS, en saman þrjú verður að
telja að þau gefi sterka vísbendingu um að staða aukafalla í ÓS hafi ekki
verið með öðrum hætti í fornu máli en er í nútímamáli (Helgi Bernód-
usson 1982:208).
Halldór Ármann Sigurðsson (1994) tók rök Helga til skoðunar og taldi
að þau væru léttvæg, vegna þess að tvær þeirra formgerða sem próf
hans byggðust á, afturbeyging og tengieyðing, hefðu lotið ólíkurn lög-
málum í fornu máli.6 Þar að auki virtust Halldóri aukafallsnafnliðir
ekki lúta alveg sömu lögmálum unt orðaröð og nefnifallsfrumlög;
í nútímamáli hægt að sleppa frumlagi hinnar seinni af tveim hliðskipuðum setn-
ingum, að því tilskildu að það hafi sömu tilvísun og frumlag fyrri setningarinnar í
hliðskipuninni. Eins og oft hefur verið bent á (sjá t. d. Eirík Rögnvaldsson 1982) gegn-
ir sama máli þótt sögnin í annarri hvorri setningunni taki aukafallsfrumlag. Helgi
sýndi fram á að setningar á við (ii) eru vissulega til í fornmáli (sjá enn fremur Þóru
Björk Hjartardóttur 1993):
(ii)a Það var einn dag er Ófeigur karþ gekk frá búð sinni og__j var áhyggju-
mikið (Bandamanna saga, s. 12)
b Honunij líkar illa og j fer á fund Guðmundar og segir honurn.
(Ljósvetninga saga, s. 1721)
6 í fornu máli er nefnilega mun algengara en nú að afturbeygt fornafn vísi til ann-
ars liðar en frumlags (sjá Friðrik Magnússon 1985). Dæmi um það má sjá í (i):
(i) a Egill þakkaði konungij orð sín^ (Egils saga Skallagrímssonar, s. 440)
b Nú bið eg þig að þú látir þá; kenna á sjálfum sér^ fyrir sín^ illyrði.
(Króka-Refs saga, s. 1522)
í sumum tilvikum, a. m. k. með so. þakka, virðist afturbeyging vera skyldubundin
þótt vísað sé til andlags í setningum eins og (ia). Þetta þýðir ekki að hegðun aftur-
beygingar mæli gegn því að aukafallsnafnliðir hafi verið frumlög í fornu máli, en hún
styður það ekki.
Svipuðu máli gegnir um tengieyðingu. Eins og bent hefur verið á (sjá t.d. Þóru
Björk Hjartardóttur 1993) eru ýmiss konar nafnliðaeyður mun fjölbreyttari í fornu
máli en nú, og ekki bundnar við að eyðan (eða hinn ósýnilegi rökliður) hafi sama hlut-
verk og liðurinn sem hún vísar til:
(ii) a Hann liöggur sverðiniij ... og kom j í þvertréið (Brennu-Njáls saga, s. 250)
b „Vörn fannst í málinUj," segja þeir, „og var_j rangt til búið.“
(Bandamanna saga, s. 9)
Þetta frumlagspróf gefur því ekki heldur örugga niðurstöðu í fornu máli.