Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Síða 49
47
Frumlag og fall að fornu
„það virðist í fljótu bragði fátíðara í fornu máli en nú að „frumlags-
ígildi“ séu í frumlagssæti“, segir hann (1994:47-48). Hann tekur þó
fram að á þessu hafi hann ekki gert neina skipulega könnun, en telur
að sömu skoðun megi lesa út úr ummælum Nygaards (1905:344-345)
og Heuslers (1967:174).
Ef í ljós kæmi að aukafallsnafnliðir eins og hér eru til umræðu
stæðu oftar á eftir sögninni en nefhifallsfrumlög gera, og oftar en
aukafallsfrumlög í nútímamáli gera, þá drægi úr sennileik þess að
aukafallsnafnliðirnir hefðu verið setningafræðileg frumlög að fornu.
hað væri þó mjög erfitt að meta gildi slíks munar, ef sannreyndur
væri, vegna þess að staða nefnifallsfrumlaga miðað við sagnir er líka
mismunandi eftir sögnum (sbr. Platzack 1985). Frumathugun sem ég
hef gert bendir reyndar ekki til þess að munur sé á aukafallsnafnliðum
og nefnifallsfrumlögum að þessu leyti.7
2.2 Rökgegn aukafallsfrumlögum
ítarlegustu könnunina sem gerð hefur verið á þessu máli er að finna í
grein Morcks (1992), sem reyndar fjallar ekki bara um fornmálið,
heldur líka eldri norsku. Morck telur sig ekki heldur finna nein skýr
og ótvíræð frumlagseinkenni á aukafallsnafnliðum; hins vegar telur
hann þá greinast frá nefnifallsfrumlögum á a. m. k. þrennan hátt:
Med en gang kan vi slá fast at nominativledd skiller seg ut i norront ved
á ha noen subjektsegenskaper som ingen av de andre leddtypene ser ut
til á ha: For det forste kongruerer ikke verbalet med ledd i andre kasus
enn nominativ, for det andre er det bare nominativledd som kan gjen-
nomgá lik-NP-stryking, og for det tredje kan nominativledd strykes fri-
ere enn andre ledd i imperativsetninger (Morck 1992:86).
7 Athugunin tók til afstöðu fornafna 1. og 3. persónu til nokkurra sagna í texta-
safni mínu, sem hefur að geyma Íslendinga sögur, Sturlunga sögu, Heimskringlu,
randnúmabók og Grágás. Ég valdi 6 sagnir sem taka aukafallsfrumlög í nútímamáli
(dreyma, skorta, vanta, líka, leiðast,þykja) ogjafnmargar sem taka nefnifallsfrumlög
að fornu og nýju (koma, fara, mœla, segja, vita, vilja). Verulegur munur kom fram á
sognunum; hjá sumum þeirra var röðin mun oftar frumlag — sögn en sögn — frum-
lag, en hjá öðrum var útkoman þveröfug. Það varð hins vegar ekki séð að þarna skipti
máli hvort fornafnið væri í nefnifalli eða aukafalli. Á hinn bóginn kom í ljós að VS-
r°ö (Þ-e- röðin sögn — frumlag) er mun algengari með 1. persónu fornafni en 3. per-
sónu, hvort sem fornafnið er í nefnifalli eða aukafalli.