Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 51
49
Frumlag ogfall að fornu
fornmálið. Barnes (1986:25) nefnir reyndar nokkur dæmi úr færeysku
þar sem aukafallsfrumlagi virðist vera sleppt í boðhætti, en eins og
hann bendir sjálfur á (1986:45) er gildi þeirra óljóst, þar eð rnargar
færeyskar sagnir sem taka aukafallsfrumlög geta líka tekið nefnifalls-
frumlög.
2.3 Völdunarsetningar
Annað atriðið sem Morck nefnir, „lik-NP-stryking“, er það sem eitt
sinn var kallað „equi-NP-deletion“ (eyðing samsvarandi nafnliðar, sjá
t. d. Höskuld Þráinsson 1979). Það felst í því að nafnháttarsetning sem
er fylliliður með tilteknum sögnum, og hefur ekkert frumlag á yfir-
borðinu, er skilin svo að frumlag hennar sé hið sama og frumlag eða
andlag aðalsetningar. Áður var gert ráð fyrir því að í djúpgerð hefði
nafnháttarsetningin sérstakt frumlag, sem síðan væri „eytt“ vegna
samvísunar við frumlag eða andlag móðursetningarinnar. Nú er hins
vegar gert ráð fyrir sérstakri tegund núllliða, PRO, í frumlagssæti
slíkra nafnháttarsetninga, og sagt að PRO sé valdað (controlled) af
frumlagi eða andlagi móðursetningarinnar. Eins og oft hefur verið
bent á (sjá t. d. Andrews 1976, Höskuld Þráinsson 1979, Halldór Ár-
mann Sigurðsson 1989) eru þess dæmi í nútímamáli að frumlag auka-
setningarinnar ætti að vera í aukafalli:
(13)a Égj vonast til [að PROj vanta ekki efni í ritgerðina].
(Höskuldur Þráinsson 1979)
b Hann; vonast til [að PROj leiðast ekki]. (Halldór Ármann
Sigurðsson 1989)
Þetta hefur venjulega verið talin sterk röksemd fyrir frumlagseðli
aukafallsnafnliða, og í nýrri grein lítur Falk (1995) t. d. á þetta sem
fullnaðarsönnun fyrir því að nútímaíslenska hafi aukafallsfrumlög:
Den egenskap som i mitt tycke helt avgörande bevisar det oblika ledets
subjektsstatus ár att det kan fungera som tankesubjekt i infinitivfraser
[•••] (Falk 1995:203).
hað væri því mjög æskilegt að einhver dæmi í líkingu við (13) fynd-
ust í fornu máli. Yfirleitt hafa menn þó talið að svo sé ekki, og ein-