Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 58
56
Eiríkur Rögnvaldsson
3.2 Orðaröð
Eitt megineinkenni frumlaga í íslensku er auðvitað að þeim er „eðli-
legt“ að standa fremst í setningu. Sjaldnast er þó hægt að nota þetta
sem röksemd fyrir því að tiltekinn liður sé eða sé ekki frumlag, því að
auðvitað er hægt að færa aðra liði fremst í setningu með kjarnafærslu.
Það má þó benda á að aukafallsfrumlög þurfa ekki, frekar en önnur
frumlög, að hafa verið nefnd áður eða vísa til þekktra liða þótt þau
standi fremst; að þessu leyti eru þau frábrugðin andlögum, eins og
Höskuldur Þráinsson (1979) hefur bent á:
[...] it should be emphasized here that Ss with PVONS do not seem to
obey the same discourse conditions as Ss with topicalized NPs normally
do. The PVONS do not have to be „already established discourse topics“
as topicalized NPs normally are in Icelandic [...]. Consequently, there is
nothing wrong with Ss containing PVONS as out-of-the-blue discourse
starters (Höskuldur Þráinsson 1979:467).
Þetta atriði er þó mjög vandmeðfarið, ekki síst þegar um fornmál er að
ræða. Samt sem áður er athyglisvert að þegar nefnifallsliðurinn stend-
ur á undan sögn eins og líka er þar oftast á ferðum ábendingarfornafn,
eins og í eftirfarandi dæmum:
(15) a Þetta líkaði Melkorku þungt, þótti fóstrið of lágt
(Laxdœla saga, s. 1554)
b Það líkaði Eyjólfi illa. (Ljósvetninga saga, s. 1708)
c Sá kostur líkar mér vel (Fóstbrœðra saga, s. 809)
d Sjá ráðagerð líkaði flestum mönnum vel en þó var sem mælt
er að hver á vin með óvinum. (Ólafs saga helga, s. 323)
e Það nafn líkaði Svíum illa og kölluðu að aldregi hefði Svía-
konungur Jakob heitið. (Ólafs saga helga, s. 342)
Öðru máli gegnir hins vegar þegar þágufallsliðurinn er fremstur; þá
eiga t. d. óákveðnir liðir, sem kjarnafærslu er sjaldan beitt á, auðvelt
með að standa fremst, eins og hér sést:
(16) a Mönnum fannst mikið um sýn þessa.
(Búrðar saga Snœfellsáss, s. 69)