Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Síða 132
130
Guðrún Kvaran
(11) Beygingarflokkun hvorugkynsnafnorða hjá Jóni Magnússyni
1. beyging: einkvæð orð: bord
tví- og fleirkvæð orð
sem enda ekki á -a: byrge
2. beyging: orð sem enda á -a: auga
í fyrri flokkinn falla sem sé orð eins og bord (borð), ber, egg, byrge,
gaman, skarlat, en í þann síðari veik hvorugkynsorð eins og auga,
biuga (bjúga), eyra, eysta, hiarta (hjarta), hnoda (hnoða) og Iunga.
Þar er flest kunnuglegt.
2.2 Sagnbeyging
Jóni gekk mun erfiðlegar að flokka sagnorðin. Hann skrifar býsna
langt mál um þau og bendir m. a. á að sum þeirra séu einkvæð í þátíð
(Ber-bar) en önnur tvíkvæð (ber-barde). Þarna er hann í raun að tala
um grundvallarskiptinguna í sterkar sagnir og veikar. Beygingardæm-
unum er þó ekki skipt eftir þessu, heldur skiptir Jón þeim í þrjá
flokka:
(12) Beygingarflokkun sagna hjá Jóni Magnússyni
1. Sagnir sem eru einkvæðar í 1 .p.et.nt.: (eg) sed, hyl, fri's
(frýs) ...
2. Sagnir sem enda á -a í 1 .p.et.nt.: (eg) aga
3. Sagnir sem enda á -e í 1 .p.et.nt.: (eg) beide
Eins og sjá má gengur þessi flokkun þvert á skiptinguna í sterkar sagn-
ir og veikar, sbr. að í 1. flokki eru veikar sagnir eins og hylja-huldi og
sterkar sagnir eins og frjósa-fraus. Sögnum af 1. flokki er aftur skipt í
24 beygingardæmi en of langt mál yrði að gera þeirn öllurn rækileg
skil.
Meðal sagna sem enda á -a í 1 .p.et.nt. eru t.d. aga (eg aga, þu agar,
hann agar ...) og sagnir eins og fánga, hánka (fanga, hanka).
Á -e i 1 .p.et.nt. enda sagnir eins og beida (eg beide, þu beider, hann
beider), eg beige (beygi), eg bygge (byggi) og margar fleiri.