Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 154
152
Guðrún Kvaran
Kvenkynsorð:
1. ef.et. -ar (-r), nf.ft. -ar (-r)\ nál
2. ef.et. -ar, nf.ft. -ir: tíð
3. ef.et. -ar (-ur), nf.ft. -ur (-r) : önd
Hvorugkynsorð:
ef.et. -s, nf.ft. endingarlaust: borð
II. Veik beyging:
Karlkynsorð:
1. ef.et. -a, nf.ft. -ar: tími
2. ef.et. -a, nf.ft. -ur: nemandi
Kvenkynsorð:
1. ef.et. -u, nf.ft. -ur: tunga
2. ef.et. -i (-is), nf.ft. (-ar, -ir): lygi
Hvorugkynsorð:
ef.et. -a, nf.ft. -u: auga
Átta dæmi eiga að skýra beygingu orða í 1. flokki karlkynsorða sterkr-
ar beygingar: hestur, armur, mór, bjór, stóll, himinn, akur og lœknir.
Rækilega er rætt um hvert dæmi og orð sem fylgja þeim að beygingu.
Sama er að segja um aðra flokka. í 2. flokki eru beygð orðin smiður,
dalur, bekkur, í 3. flokki litur, staður, fatnaður, söfnuður, köttur, fjörð-
ur, háttur, sonur og í 4. flokki faðir, vetur, fótur, fingur, maður.
Valtýr nefnir eins og fleiri að ef. föður, bróður verði föðursins,
bróðursins þegar greini er bætt við. Einnig getur hann þess að í talmáli
séu orðin vetur, fingur og fötur oft notuð í kvenkyni í fleirtölu: veturn-
ar, fœturnar, fingurnar.
Beygingardæmi í 1. flokki kvenkynsorða sterkrar beygingar eru
nál, heiði, reyður, lifur, á, stöð, skel. í 2. flokki eru beygð tíð, höfn,
verslun, pöntun og í 3. flokki önd, bók, brú, kýr, mörk og móðir.
Átta beygingardæmi um hvorugkyn eru sýnd: borð, land, kyn, trje,
hreiður, meðal, klœði, ríki.
Beygingardæmi um orð veikrar beygingar eru einnig mörg. í 1 ■
flokki karlkynsorða eru beygð orðin tími, vilji, hani, bakari, herra. í
2. flokki nemandi og bóndi. I 1. flokki kvenkynsorða eru beygð tunga,