Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Side 183
Germönsk og rómönsk áhersla í færeysku og íslensku 181
Dæmi um þetta er að finna í (18):
(18) sig'nal ‘merki’ fy'sikk ‘eðlisfræði’
disko'tek ‘diskótek’ stu'dentur ‘stúdent’
fo'rargilig ‘skapvond’ for'banna ‘bölva’
ameri'kanarar ‘Ameríkumenn’
mo'torur ‘vél’
radi'atorur/radia'torur ‘ofn’
ta'pet ‘veggfóður’
lœra'rinna ‘kennslukona’
euro'pearar ‘Evrópumenn’
standardi'sering ‘stöðlun’
Aris'toteles
Hér er áherslan hvergi á fyrsta atkvæði, en getur komið á eitt af þrem-
ur síðustu atkvæðum orðsins, og er það athyglisvert, því þarna er engu
líkara en kominn sé þriggja atkvæða gluggi Evrópustaðalsins.
Það er ljóst að tökuorðaforðinn hefur gert mun meiri usla í fær-
eyska kerfinu en því íslenska, og það er athugandi hvort einfaldlega
verður að gera ráð fyrir að færeyska hafi tvenns konar áherslukerfi,
annað fyrir innlendan orðaforða og hitt fyrir tökuorð, eins og
Lockwood gerir óbeint ráð fyrir. Einnig er hugsanlegt að færeyska sé
einfaldlega að taka upp eða búin að taka upp nýtt áherslukerfi. Veru-
legur hluti orðaforðans hefur áherslu annars staðar en á fyrsta atkvæði
og við þetta bætist, að öll innlend orð sem ekki hafa fleiri en þrjú at-
kvæði brjóta í raun ekki gegn Evrópustaðlinum, því þótt þau fylgi
hefðinni í því að hafa áherslu á fyrsta atkvæði, þá rúmast þau um leið
innan hins þríkvæða glugga.
Hér ber að vísu að geta þess að allmörg tökuorð virðast „brjóta"
þennan glugga. Hér má nefna orð eins og 'positivur ‘jákvæður’, 'kritik-
ari ‘gagnrýnandi’ og 'fysikari ‘eðlisfræðingur’, sem öll hafa áhersluna
a fyrsta atkvæði, sem er hið íjórða talið aftan frá. Tvennt er til um
þessi orð. Annars vegar kæmi til greina að líta svo á sem þau hafi að-
lagað sig málinu og fylgi mynstri heimafengins orðaforða. Hinn kost-
urinn væri að líta svo á að beygingarendingarnar teljist ekki með þeg-
ar reiknað er frá hægri. (Benda má á að þessi orð hafa öll áhersluna á
sama stað og í dönsku og halda sig innan þríkvæðs glugga, ef undan
er skilin beygingarendingin: 'positiv, 'kritiker, 'fysiker.) Að sjálfsögðu
þurfa þessi orð að laga sig að beygingarkerfi færeyskunnar, og þau
taka öll beygingarendingar, og e. t. v. mætti líta á það sem vísbendingu
um að þau séu einfaldlega felld inn í málið sem innlend orð. En hér
^uá þá líka benda á orð eins ogfor'argilig ‘skapvond’, sem talið var