Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Side 185
Germönsk og rómönsk áhersla í fœreysku og íslensku 183
mönsk orð og hins vegar fyrir rómönsk orð, en enskan hafi svo með
öllu tapað germönsku reglunni. Ljóst virðist að færeyska hefur ekki
algerlega sagt skilið við hina germönsku arfleifð, en spurning er hvort
hún hefur tvö kerfi eins og miðenskan hafði að mati Halles og
Keysers.
Hin almenna þumalfingursregla sem þeir sem þekkja til (m. a.
Stefán Karlsson, Jóhan Hendrik Poulsen, Ingibjörg Johannesen og Jo-
hannes Andreassen) gefa um færeysku er að þar fái tökuorðin það
áherslumynstur sem þau hafa í dönsku. Þótt ekki hafi verið gerð á
þessu kerfisbundin úttekt, má fullyrða að tökuorð séu langflest dönsk
og erlend áhrif mikið til komin með dönsku sem millilið.
Ef þetta væri tekið bókstaflega mætti e. t. v. túlka það þannig að fær-
eyska hafi einfaldlega tekið að láni danskt áherslukerfi og notað það á
öll tökuorð, sem hvort eð er eru dönsk. En þá vaknar að sjálfsögðu
spurningin hvað myndi gerast ef orð yrði tekið t. a. m. úr ensku. Myndi
það falla inn í danska kerfið, myndi það falla inn í innlenda kerfið, eða
myndi það halda sínu enska mynstri, eða myndi það falla undir eitthvert
Ijórða kerfi, sem væri þá e. t. v. sérstakt áherslumynstur tökuorða í fær-
eysku? Áður en þetta er athugað nánar er fróðlegt að velta því fyrir sér
frá almennu sjónarmiði hvaða leiðir eru hugsanlegar þegar tungumál
tekur til sín orð úr öðru máli með framandi áherslumynstur.
I fyrsta lagi er hugsanlegt að áhersla tökuorðanna lagi sig að áherslu
þegamálsins (e. borrowing language). Dæmi um þetta er íslenska þar
sem yfirgnæfandi meirihluti tökuorða, a. m. k. þeirra sem ekki eru al-
veg glæný, hefur áherslu á fyrsta atkvæði eins og innlend orð.
I öðru lagi er hugsanlegt að áhersla tökuorða fylgi, orð fyrir orð,
áherslureglum veitimálsins. Ef það er rétt að færeysk tökuorð úr dönsku
fylgi alltaf dönsku áherslumynstri og öll tökuorð í færeysku eru dönsk,
væri þetta staðan í færeysku.
Þriðji kosturinn væri að þegamálið hefði tvö kerfi, eitt erlent og
annað innlent. Dæmi um þetta væri miðenska eins og Halle og Keyser
hugsa sér hana.
Fjórði kosturinn væri að tungumálið fengi nýtt áherslukerfi sem er
eins konar „málamiðlun“, þannig að bæði innlend orð og tökuorð
fyigja sama, e. t. v. dálítið flókna, kerfi. Dæmi um þetta væri enskan
°g önnur germönsk mál sem fylgja Evrópustaðlinum.