Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 187
Germönsk og rómönsk áhersla í fœreysku og íslensku 185
hér sé fylgt þeirri ensku mállýsku sem hefur áhersluna á síðara at-
kvæðinu (sem er aðallega bresk enska), en einnig er hugsanlegt að
áherslan sé höfð á seinna atkvæðinu, af því að orðið er erlent.
Annað fróðlegt orð er orðið ,racksys'tem sem hlýtur að vera komið
upphaflega úr ensku og eftir því sem ég best veit hefur enska þetta sem
samsett orð með einkvæðan forlið en tvíkvæðan seinni lið: 'rack
,system, aðaláherslu á forliðnum og aukaáherslu á íýrra atkvæði seinni
samsetningarliðar. I færeysku fær þetta orð aðaláherslu á fyrsta at-
kvæði, en aukaáherslu á lokaatkvæðið, en einnig virðist það geta haft
seinni áhersluna sterkari, þ.e. með aðaláhersluna á seinna atkvæðinu.
A hvom veginn sem er hefur það orðið fyrir einhverri aðlögun.
Orðið fyrir ofn, sem virðist hvort heldur sem er geta haft áhersluna
á næstsíðasta eða þriðja síðasta atkvæðinu: radia'torur/radi'atorur, er
líka fróðlegt. I dönsku hefur þetta orð áherslu á næstsíðasta atkvæði.
Hér bætir beygingarendingin við einu atkvæði í færeysku og ef áhersl-
an er á sama atkvæði og í dönsku verður það þriðja síðasta atkvæðið.
Samkvæmt einum heimildarmanni mínum, Jóhannesi Andreassen, er
þetta orð stundum haft endingarlaust, og er þá áherslan á atkvæðinu
-at-.5
Orðið mo'torur, sem hefur áherslu á næstsíðasta atkvæði í fær-
eysku, hefur áherslu á fyrsta atkvæði bæði í dönsku og ensku.
Þótt e.t.v. megi ekki draga of víðtækar ályktanir af þessum dæm-
um virðast þau benda til þess að færeyska velji þann kost að laga töku-
°rðin til og sníða þau að sínu eigin mynstri, sem er þó ekki það mynst-
m sem innlend orð fylgja heldur erlend orð. Það er svo aftur önnur
saga hvers eðlis þessar reglur eru.
4-3 Gamli og nýi stíll
Eins og fram hefur komið er eitt af megineinkennum Evrópustaðals-
ms hinn svokallaði þriggja atkvæða gluggi og svo virðist sem erlend
°rð í færeysku fylgi því mynstri að einhverju leyti. Að vísu eru frá
5 Sumir (t.a.m. Eivind Weyhe) segja að orðið sé ýmist borið fram radi'ator eða
radia'torur en viðurkenna ekki myndina radi'atorur, þ.e. með endingu og áherslu á
Þnðja síðasta atkvæði.