Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 195
193
Orð og orðfræði
GUÐRÚN KVARAN
Um köngulœr
0. Inngangur
Fæstum þykir líklega mikið til köngulóarinnar koma en öll þekkjum
við hana vel, ýmist undir heitinu könguló eða kónguló. Vegna fyrir-
spurnar sem Orðabók Háskólans (hér eftir OH) fékk í vetur fór ég að
athuga nöfn köngulóarinnar betur og komst þá að því að þau eru mun
fleiri og áhugaverðari en mig hafði órað fyrir. Mörg þeirra eru gömul
og gleymd nema á bókum en segja sína sögu. í þessari samantekt er
ætlunin að geta þeirra nafnmynda sem ég hef fimdið í heimildum og
gera grein fyrir aldri heimildanna og uppruna.
Stundum er erfitt að ráða í þær ritmyndir sem finnast í heimildum,
t- d. myndir sem skrifaðar eru eða prentaðar með o. í upphafi prentald-
ar á Islandi og næstu aldir þar á eftir voru ekki prentaðir broddar yfir
sérhljóðum. Oft voru breið sérhljóð táknuð með límingum, ca fyrir á,
w fyrir ú, en í prentað ij og ó prentað oo. í skrift voru hins vegar oft
notaðir tvíbroddar eða tvídeplar, t. d. skrifað ö eða ö fyrir ó, en bæði í
prenti og skrift var algengt að grönn og breið sérhljóð væru ekki að-
greind. Auk þess var táknun ö á reiki og fyrir það notað 0, ö, ó, o eða
(Stefán Karlsson 1989:43). Af þeim sökum eru margar þeirra
mynda sem nefndar verða hér á eftir tví- eða þríræðar.
!• Dæmi úr fornu máli
Köngulóa er þegar getið í fornu máli. í orðabók Fritzners (Fritzner
11:390) er bent á nokkur dæmi sem ég ætla að rekja, en ég hef kos-
'ð, sé þess kostur, að vitna til yngri útgáfna en þar er vísað til. í orða-
bókinni er bent á tvö dæmi í Heiðreks sögu. í útgáfu Jóns Helgason-
ar er myndin kwngurouur (nf. ft.) tekin eftir handriti frá því um 1450
(Heiðr. 1924.-62)1 en kgngurváfa (nf. et.) er í texta með samræmdri
Neðanmáls í útgáfunni stendur: „u (,) skr. over linjen.“
1