Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 196
194
Orð og orðfrœði
stafsetningu útgefanda sem er tekinn eftir uppskrift Hauksbókar
(.Heiðr. 1924:68). í þriðja handritinu, sem prentað er í útgáfunni og
er frá 17. öld, er að auki myndin konguefja (nf. et.) (Heiði: 1924:
133).
Tvö dæmi eru nefnd í Fritzner úr Elucidarius. í nýlegri útgáfu frá
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi stendur í texta í handriti frá um
1200 congorvofor, þar sem fyrra o-ið gæti bæði staðið fyrir o og ö, en
í handriti frá byrjun 14. aldar kangvr vavor (Elucidarius 1989:44). I
síðara handritinu koma fram norsk máleinkenni og er í kangvr um
óhljóðverpta mynd að ræða (Hauksbók 1892—96:LII). í Maríusögu
koma fyrir myndirnar kav(n)gvrvavor og kavngvrvofva (Mariu saga
1871:153) þar sem av getur staðið fyrir au og ö. í Heilagra manna sög-
um er dæmi um kaungurvofur (Heilagra manna sogur 1877:280). Að
lokum er vísað til tveggja orðmynda, kangulvavo vef (í aðalhandriti)
og kongurvafu vef („de övr.“) í Barlaams sögu (1851:195); fyrrnefnda
orðmyndin er úr norsku handriti frá síðari hluta 13. aldar en hinnar
síðarnefndu er ekki getið í nýrri útgáfu sögunnar (Barlaams saga
1981:123).
I viðauka við orðabók Fritzners (Fritzner IV:211) er bætt við dæm-
unum líQngarváfa, kQngváfa, sem sótt eru til orðaskrárinnar í útgáfu
H. Larsens (1931). Dæmin í Fritzner eru gefin með samræmdri staf-
setningu, því var nauðsynlegt að athuga texta Larsens. Þar er þessi
dæmi að finna: kongarvava (Larsen 1931:87), kœnguou (fyrirsögn !),
vid kungvavo biti (op.cit. 115) og kongvavo vœf (op.cit. 124). Síðasta
dæmið sem nefnt er úr Fritzner IV, er köngurváfa í aðaltexta útgáfu
Hugo Gerings á íslenskum ævintýrum en könguló (v. 1.) neðanmáls
(Islœv. 1884:100). Útgáfa Gerings er með samræmdri stafsetningu.
2. Dæmi úr orðabókum og orðasöfnum
Ymis heiti á könguló koma frarn í orðabókum og óútgefnum orðasöfn-
um frá síðari öldum. í orðabókarhandriti frá um 1630 (ÍB 77 fol) sem
eignað er Katli Jörundarsyni stendur: „Araneus Aranea. — Gaungu-
rofa kongulö" (bls. 51). Þarna stendur ö fyrir ó en o-ið gæti staðið fyrir
o, ó eða ö. Algengara er hjá Katli að setja tvo depla yfir ó en dæmi um
o fyrir ó eru einnig víða.