Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 197
195
Orð og orðfrœði
1 orðabók Guðmundar Andréssonar, sem er elst íslenskra útgefinna
orðabóka, eru dæmi um göngurvofu, göngukonu, kongu-, kóngu- eða
könguló og kongur-, kóngur- eða köngurvofu (Guðmundur Andrésson
1683:83):
Gongr vofa / f.g. Aranea, Paræmia est vulgö: Sialden er gagn ad gongr
vofú verke / id est, Rarw utilis sis OperaArachnes, corrupté Gongu Kona
& Kongu Lo /Kongr vofa / qvidam Veterum scripsere.
I uppskrift eftir handriti af orðabókinni, sem varðveitt er í Bodleian
Library í Oxford (MS. Junius 120), er lesbrigðið Kongl vofa í stað
Kongr vofa og Gongu kona er þar stafsett gaungukona.
Aftar í orðabókinni (Guðmundur Andrésson 1683:150) er bæði
dæmi um köngurvofu og kongu-, kóngu- eða könguló:
Kongurvofr / vel kongr vofa / vulgö kongulo / Aranea, á kongr / Nex-
us, & Vef / Texo ...
Þarna er erfitt að meta hvort o í kongu- stendur fyrir o, ó eða ö. í gongr
vofu verki stendur o að öllum líkindum fyrir ö og sömuleiðis í Gongu
kona. í Lo stendur 0 fyrir 0 og er það víða í bókinni. í kongulo stend-
ur o örugglega fyrir ó í -lo en um 0 í kongu- er allt óvíst af áðurgreind-
um ástæðum. Guðmundur virðist sjálfur hafa talið göngur- rétta mynd,
segir að gamlir menn hafi skrifað kongurvofa en kannast við konguló
úr alþýðumáli.
í orðabókarhandriti Guðmundar Ólafssonar (1695), sem varðveitt
er í Konungsbókhlöðunni í Stokkhólmi, stendur:
kongulö, item Gaungu Vofa, Araneus Aranea, sv. Spinnel. Prov. 30. v. 28.
Kongulöar Vefúr, sv. spinnelvef, Dvergnátt. Araneus. Vestis aranej Ara-
neas, tela, Vesca servio. scutulatum rete aranej. Plin: it Scutula.
Ian:ling:perj: 226. Kongulöih vefur Kongulöar Vefin, og festir hann lika
upp i forgylltum hííshvolfum. [98. blað í bókstafnum k]2
Guðmundur Ólafsson skrifaði orðabókarhandrit sitt fyrir Svía en dó
frá því ófúllgerðu 1695. Hann skrifar ö fyrir ó, 0 fyrir ö en óvíst er
rneð o undan ng. Því er ekki hægt að meta með vissu hvort skrifa skuli
konguló, kónguló eða könguló.
2 OH á ljósmyndir af handritinu.