Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Side 207
205
Orð og orðfræði
beitukóngur sem öll eru notuð um kuðunga. Hliðarmyndin -konkur er
þekkt úr kuðungsnafninu Jjörukonkur ífá 18. öld. Framburðarmyndin
kóngur- og tökuorðið kóngur styðja saman að útbreiðslu orðsins
kóngu(r)ló.
Myndin kóngur- fyrir köngur- hefur síðar verið misskilin og tengd
orðinu lcóngur ‘konungur’ og skýrir það orðið konungvofa hjá Birni
Halldórssyni. Myndin klungurvofa er einnig tilraun til skýringar á
fyrri liðnum og sama er að segja um kringvefju.
Rithátturinn kong- er eins og áður getur margræður. Jón úr Grunna-
vík virðist hafa þekkt hana sem sérstaka orðmynd þar sem hann gefur
sem tvær sjálfstæðar myndir kongulœ og kœngu lœ. Framburðarmynd-
in konguló þekkist enn í dag, eins og áður getur.
Orðmyndir með göngu(r)- að fyrri lið virðast hafa verið nokkuð út-
breiddar og dæmi eru um þær allt frá 17. öld. Breytingin köngu(r)- )
göngu(r)- verður við það að fyrri liður hefur ekki þótt ljós og hefur
orðið fyrir áhrifum frá sögninni að ganga. Sama hefur gerst í forn-
ensku þar sem köngulóin nefndist gangelwœfre.
Myndin -vofor í congorvofor í elsta handritinu bendir til leifa af
hljóðvarpinu á) 6 og sýnir að elsta myndin hefur verið -váfa. Breyt-
ingin vá ) vó er talin hafa orðið á 14. öld en vó ) vo á 16. öld, þ.e. váfa
) vófa ) vofa. Orðmyndin váfa er skyld sögninni að vefa, þ.e. ‘sú sem
vefur’.
Viðliðurinn -vefja í kring-, kong-, köngurvefja er tilraun til skýr-
ingar og eins og -váfa notaður til að mynda gerandnafn.
Dæmin um viðlið án v, þ. e. óf ófa, má skýra sem áhrif frá þriðju
kennimynd sagnarinnar að vefa, þ. e. ófum, v féll brott undan á þar sem
hljóðvarpsvaldurinn í næsta atkvæði hélst, ófum. Auk þess er hugsan-
legt að úr aukafallsmyndinni -váfu hafi komið upp myndin -ófu, sbr.
váru ) óru. Við það koma fram myndirnar köngur-öf(a), kongur-óf(a),
kóngur-óf(a). Til skýringar á síðari liðnum hafa orðliðaskilin færst til
þannig að fram koma myndirnar köngu-róf(a), kongu-róf(a), kóngu-
}'óf(a) og síðar einnig könguró, konguró, kónguró.
Þar sem forliðurinn var köngul-, kongul-, kóngul- og viðliðurinn
-óf -ófa hafa orðliðaskilin einnig hugsanlega færst til og fram komið
myndirnar köngu-lóf(a), kongu-Ióf(a), kóngu-lóf(a). í dæminu úr LFR
(V:278) er í kongul-ofar spuna skipt með bandstriki milli I og o sem