Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Side 229
227
Orð og orðfræði
lensk-ensk fyrir íslendinga og ensk-íslensk og íslensk-ensk fyrir
enskumælandi notendur. Þetta er gerlegt þegar tvö stór mál eiga í hlut,
t. d. enska og þýska, franska og rússneska, spænska og arabíska, svo
að eitthvað sé nefnt. Ólíklegra er að slík ferna verði samin fyrir ís-
lensku og rússnesku, hollensku og slóvakísku o.s.frv. Að vísu boða
geisladiskar og aðrar nýjungar í gagnavinnslu nýjar lausnir, en þess
kann að verða langt að bíða að umrædd kjörlausn verði almenn.
Til að sýna fram á þann reginmun sem er á einbeindum og tví-
beindum orðabókum hef ég valið af handahófi nokkrar flettigreinar í
EÍO. Fyrst skulum við virða þær fyrir okkur óbreyttar (A), síðan skal
gerð tilraun til að „tvíbeina" sömu greinar (B) til að glöggva sig á hvað
það útheimtir.
3. Að breyta einbeindri orðabók í tvíbeinda
3.1. Einbeindar orðabókargreinar. Dœmi úr EIO
ex.tract (s. ek strakt'; n. ek 'strakt) 1. draga út eða úr, toga út (oft
með einhverri fyrirhöfn): extract a tooth; extract a promise from
somebody; extract a confession from a suspect. The surgeon extracted
the bullet from the wound. I cannot extract the cork from this bottle
without a corkscrew. 2. vinna (úr): extract oilfrom olives; extract stock
(kjötkraft) from meat by boiling; a medicin extracted from plants;
extract metal from ore. 3. (með from) draga, leiða af, fá út: extract a
general rule from many separate instances; extract pleasure from an
experience. 4. taka kafla úr ritverki (t. d. til að nota sem sýnishorn). 5.
(í stærðfræði) draga út (rót). — n. 1. útdráttur, kafli tekinn úr ritverki.
2. seyði, kjarni, kraftur: vanilla extract; beef extract. 3. (í lyfjafræði)
samsetning úr jurtum, venjulega hálfföst, sem inniheldur virk efni
þætt með ýmsum aðferðum, t. d. eimingu, úrdrætti eða pressun.
ex-tract-a-ble eða ex-tract-Þble (ek stra'ktobl), I. sem unnt er að
taka út, draga út eða á annan hátt vinna úr e-u.
ex-tract-ion (ek strak'shon), n. 1. dráttur, útdráttur; seyði. 2. nám
(jarðefna): the extraction of ore from a mine. 3. uppruni; ætterni: of
noble extraction, ættgöfugur. Miss Del Rio is ofSpanish extraction.