Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 231
Orð og orðfrœði
229
áhlaupi 3 máltid o d; ritm snæða3 e-ð, neyta4 e-s; ~förfriskningar þiggja6
léttar veitingar; ~ sina máltider pá hotellet borða1 á gistihúsinu 4 betaga,
fángsla ~en av (i) ngn hrifinn86 af e-m 5 ~s av t e beundran, karlek fyll-
ast4 e-u 6 mera eg betyd sjá ta D 15
Hér rninnir margt á ensk-franska hlutann í The Compact Oxford
Hachette French Dictionary (greinina true í 2. kafla), svo sem ítarleg
merkingaraðgreining liða er ýmist með samheitum (4. merkingar-
liður), með ábendingu um tengslasvið og merkingarsvið (1., 3. og 5.
liður), eða með efnismerki (2. liður: mil). Sjötti liður vísar til bundna
sagnarsambandsins ta in í greininni ta (D-kafli greinarinnar svarar til
þeirrar tegundar greina sem í Orðastað kallast flettiruna sagnar, sjá
Jón Hilmar Jónsson 1994:XXVI). Þess er vandlega gætt að vægi orða
og orðasambanda komi skýrt fram bæði í viðfangsmáli og markmáli.
Beygingarkótar íslenskra orða vísa í málfræðiágrip. Beygingar sænskra
orða eru sýndar í megintnáli þar sem þurfa þykir.
í EÍO fylgja jafnheitum einatt notkunardæmi sem stundum geta
upplýst enskumælandi um hvaða merkingarafbrigði er urn að ræða í
það og það skiptið, þó ekki alltaf. Þá eru slík notkunardæmi sjaldnast
þýdd á íslensku og íslenskun þeirra liggur oft ekki í augum uppi út frá
þeim upplýsingum sem fyrir liggja, a.m.k. frá sjónarhóli enskumæl-
andi manna.
í tvíbeindri orðabók eru vitaskuld engin tök á því að gera beyging-
um beggja mála viðunandi skil með sömu aðferðum og í einmálabók-
um,1 slíkt mundi þrengja um of kost merkingartilgreiningar, frá-
vikamörkunar o.þ.h., sbr. Bergenholtz 1994:118. í íjöbnörgum tví-
málaorðabókum er gripið til þess ráðs að láta tákn vísa frá meginmáli
til málfræðiágripa sem þurfa að vera sérhönnuð með þetta hlutverk
fyrir augum. Svo er t.d. um RÍO, SIO, Rússnesk-norska orðabók
Berkovs (1994) og fleiri.
í tvíbeindri útgáfu dæmanna úr EIO sem gerð verður grein fyrir í
3.3 eru íslensk nafnorð, lýsingarorð og sagnir búin beygingarkótum
(með því orði mælir NLO). Er notað sarna kerfi og í RÍO með upp-
1 Slík bók er t. d. íslensk orðabók handa skólum og almenningi (ætluð móðurmáls-
höfum) og hin kunna skólaorðabók Advanced Learners' Dictionary of Current Eng-
lish (ætluð þeim sem ekki eiga ensku að móðurmáli).