Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 232
230
Orð og orðfrœði
hækkuðum beygingarkótum sem eru tengdir beint við sagnir og
lýsingarorð og við markstafi málfræðikyns nafnorða (m, f n). Tákna-
kerfi nafnorðabeyginga hefur verið gefið út á íslensku (Helgi Haralds-
son 1991), en útlistun á beygingarkótum sagna og lýsingarorða er að
finna á rússnesku í RÍO (bls. 886-893 og 898-919) og í knöppu formi
á norsku hjá Helga Haraldssyni 1995b:49-56. Þríhyrningur sem kóti
er merki um óreglulega beygingu; stórir stafir í táknum sagna merkja
viðskeyti í þátíð og boðhætti (færa2Ð); litlir bókstafir í sagntákni gefa
upplýsingar um endingar í eintölu nútíðar, en of langt mál yrði að gera
viðhlítandi grein fyrir kerfi þessu hér; fallstjórn og annað tengslavægi
er tilgreint með skáletri, og fyrir íslensku eru m. a. notaðir upphafs-
stafir latnesku fallaheitanna (N = nominativus, A = accusativus,
o. s.frv., sjá einnig 3.4); málfræðisamyrði eru gefin í sömu flettugrein
en aðgreind með feitletruðum rómverskum tölum (ex-tract I vtr [ek
strakt'] ... II s [ek'strakt], þ.e. fyrst sögnin: I, svo nafnorðið: II2); fyr-
ir framan ónákvæm jafnheiti stendur =. Sjá nánar um þetta hjá Helga
Haraldssyni (1995b:57—61). Orðflokkar ensku flettnanna eru til-
greindir með skammstöfununum a = adjective, lýsingarorð; s =
substantive, nafnorð; v = verb, sögn, vi = intransitive verb, áhrifslaus
sögn; vtr = transitive verb.
Til að spara rými er flettum komið fyrir í samfelldum bálkum, syll-
um,3 þar sem því verður við komið, og er þá notað staðgengilstáknið
~ (tilda) í stað þess að endurtaka aðgangsflettuna eins og gert er í EÍO;
gildir þetta bæði um notkunardæmi og samsetningar, sjá 3.3.
Frjálsir valþættir eru settir í venjulega bugðusviga: (út)skýra =
skýra eða (ef vill) = útskýra; valþættir og breytiþættir standa innan
lykkjusviga (sbr. RÍO bls. xxii, grein 9); hljóðritun er í hornklofum.
í ágætri Norsk-íslenskri orðabók (Hróbjartur Einarson 1987) er pá
fersk gjerning tilgreint bæði undir flettunni fersk og gjerning. Þetta er
ekki óalgengt í tvímálaorðabókum en er vitaskuld sóun á rými (sjá
2 Að vísu er hér ekki um að ræða samyrði (homonym) í ströngum skilningi. Fram-
burðurinn er ekki sá sami, aðeins rithátturinn. M.ö.o.: sögnin og nafnorðið eru sam-
gervingar (homografer) en ekki samkvœðingar (homofoner).
3 sylla (e. niche) er greinarbálkur í strangri stafrófsröð. í RÍO og víðar er endur-
tekning aðgangsflettu (no. inngangslemma, e. entry lemma) eða hluta hennar í syllu
táknuð með tildu: ~, bæði í notkunardæmum og sem hiuti af undirflettu (sublemma).