Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Qupperneq 235
233
Orð og orðfræði
Skammstafanir sem notaðar eru: coll = colloquial(ism), talmál,
óformlegt mál; clent = dentists’ term, tannlækningar; fig = figurati-
ve(ly), myndrænt orð(alag); lit = literature, literary term, bókmenntir;
math = mathematics, stærðfræði; med = medicin, læknisffæði; min =
mining, námugröftur; pharm = pharmacy, lyfjafræði; spec = special
term, a term used mostly by specialists, sérfræðilegt heiti (orð,
orðasamband).
1 orðskipunarmynstrum eru (auk N, A, D o. s.frv., sjá 3.2) notaðir
„fulltrúarnir" (sbr. 3.2.a):
sb = somebody, e-r einhver, e-n einhvern, e-m einhverjum, e-rs
einhvers (um persónu); e-s einhvers;
sth = something, e-ð eitthvað, e-u einhverju, e-s einhvers (um
annað en persónur).
Um too = too, also (possible), einnig, sjá 3.2.
3.4 Niðurstaða
Þegar borin eru saman óbreyttu dæmin úr EÍO (A) og tvíbeinda gerðin
hér að ofan (B), kemur í ljós að þrátt fyrir miklar viðbætur tekur (B)
ekki svo miklu meira rými en (A) vegna þeirra margvíslegu bragða
sem beitt er til að spara pláss: beygingakótar í stað beygingartilgrein-
inga, syllubálkar (samfelldir flettubálkar) í stað séruppfærslu hverrar
flettu eins og í EÍO, notkun ýmissa sviga til að spara endurtekningar,
o. s. frv.
Vissulega kemur (A) betur fyrir sjónir og er aðgengilegri kostur af-
lestrar fyrir íslendinga. En eins og áður var bent á leyfir ekki það rými
sem flestar tvíbeindar tvímálaorðabækur hafa til ráðstöfunar þess hátt-
ar lausnir, hversu ákjósanlegar sem þær kunna að vera.
4. Lokaorð
I febrúar 1997 sá Rússnesk-íslensk orðabók4 dagsins ljós, sú fyrsta
sinnar tegundar. Að þessari orðabók hafði ég þá unnið nær samfellt í
rösk 20 ár.
4 Formlegt útgáfuár bókarinnar er 1996.