Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 247
Ritdómar
245
Sjöundi kafli bókarinnar (bls. 283-316) fjallar um söguleg málvísindi (diakron
lingvistikk). Ekki er kafað djúpt í efnið og á þessi bók það sameiginlegt með flestum
öðrum inngangsbókum um málvísindi, t.d. er í bók Fromkin og Rodmans (1978)
styttri umfjöllun um indóevrópska samanburðarmálfræði (11. kafli, bls. 295-299) en
um dýramál (3. kafli). Hljóðbreytingum er skipt í þvingaðar og óþvingaðar breyting-
ar. Umfjöllun um síðari flokkinn er nokkuð snubbótt. Mörg dæmanna um hljóðbreyt-
ingar sýna breytingar úr norrænu („norront", þ. e. forníslensku) til norsku. Sagt er á
bls. 295 að forníslenska sögnin sá ‘sá’ sé í fónemskrift /so:/ en ætti e.t. v. að vera /sa: /,
a.m.k. fyrir samfall á og (> um 1250, sbr. hvorugkynsorðið sár ‘und’ sem var í fleir-
tölu SQr í forníslensku, eins og getið er um í Fyrstu málfrœðiritgerðinni.
Áttundi og síðasti kaflinn í bókinni (bls. 316-340) fjallar um félagsleg málvísindi
(sosiolingvistikk) en þau ná yfir margar undirgreinar sem eiga það sameiginlegt að
tengjast máli og samfélagi. Rætt er um samtalsgreiningu, tvítyngi, blendingsmál, mál-
lýskur og ýmislegt fleira en ekkert er talað um máltöku barna, sálfræðileg málvísindi
eða málstol sem er miður því að þetta eru áhugaverð fræðisvið í örri þróun, t. d. hér á
landi. Grein 8.6, „Sprák og dialekter", mun vera tekin beint úr bókinni Sprákviten-
skap. En elementer innforing frá árinu 1988 (nema undirgrein 8.6.3) og er hún þýdd
úr nýnorsku yfir á bókmál til samræmis við annað efni kaflans, sem er á bókmáli.
Undirgrein 8.6.3, „Sprák og kjonn“, íjallar um nokkuð sem lítið hefur verið rannsak-
að í íslensku, þ. e. kynleg málvísindi eða kvennamálfræði. Helsti galli kaflans er lengd
hans. Hægt hefði verið að hafa hann næstum því helmingi styttri án mikils skaða.
Stundum er vísað í ítarefni í neðanmálsgreinum og er það vel en slíkt vantar í aðra
kafla bókarinnar sem er mjög til ama þeim sem fræðast vilja frekar um eitthvert efni.
3. Efnistök og framsetning
Kaflauppröðun er óhefðbundin. Ekki minnumst við bóka um svipað efni sem hefja um-
fjöllun sína um málvísindi á merkingarfræði og siðan setningaffæði. Yfirleitt er fyrst
farið í hljóð- og hljóðkerfisfræði og síðar teknar fyrir greinar eins og merkingarfræði,
sem yfirleitt er lögð minni áhersla á. Ekki telst þessi uppröðun þó galli á bókinni.
Merkingarfræðin tengist setningafræðinni og erfitt hefði verið að slíta þá tvo kafla í
sundur. Kaflarnir urn hljóðfræði, hljóðkerfisfræði og orðhlutafræði tengjast líka i
fræðilegri umfjöllun enda ávallt hafðir í þessari röð í inngangskennslubókum.
Skýr framsetning er einn af helstu kostum bókarinnar. Hugtök eru feitletruð íyrst
þegar þau koma fyrir sem er mjög til hæginda þegar leitað er í bókinni. Dæmi eru vel
upp sett og tölusett. Aftast í bókinni er gagnleg atriðisorðaskrá sem inniheldur helstu
heiti og hugtök. Skilgreining hugtaka er höfð í gráum ramma, afmörkuðum frá megin-
máli, og öll helstu hugtök eru skilgreind jafnóðum og þau koma fyrir. Á því eru þó
einhverjir misbrestir eins og við er að búast í bók sem er samsett úr ólíkum köflum
eftir marga höfunda. Til dæmis er í setningafræðikaflanum (þriðja kafla) íjallað um
lexemið FISKS (prentvilla fyrir FlSKs ), þ.e.fisk ‘fiskur’ og .v = substantiv, en þessi
framsetning á lexemum er fyrst útskýrð í orðhlutafræðikaflanum (sjötta kafla, bls.
240-241). Eflaust verður slíkt misræmi lagfært í næstu útgáfu bókarinnar.