Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 8
VI
a. Aki Kristján Alexander Róbert, fæddur 10. júní
1887, prins og greifi af Rósenborg; honum gipt
17. janúar 1914 greifadóttir Matthildur Calví dí
Bergóló, prinsessa og greifaynja af Rósenborg,
fædd 17. sept. 1885.
b. Axel Kristján Georg, fæddur 12. ágúst 1888.
c. Eiríkur Friðrekur Kristján Alexander, fæddur 8.
nóv. 1890.
d. Viggó Kristján Adólfur Georg, fæddur 25. desbr.
1893-
e. Margrét Fransiska Lovísa María Helena, fædd
17. sept. 1895.
Eptir fyrirmælum laga 16. nóv. 1907 um ákvörðun
tímans skal hvarvetna á Islandi telja eyktir eptir meðalsól-
tlrna á 15. lengdarstigi fyrir vestan Greenwich. í almanaki
pessu eru pví allar stundir taldar eptir pessum svonefnda
íslenzka meðaltíma, og eru þær 28 mínútum hærri en eptir
miðtíma Reykjavíkur, sem þangað til 1908 hefur verið fylgt
í þessu almanaki.
I gömlu (slenzku tímatali skyldi dagur fyr koma en
nótt alls missiristals, en í almanökum vorum nú er hver
dagur talinn frá miðnætti til miðnættis, svo að þær 12
stundir, sem eru frá miðnætti til hádegis, eru táknaðar
með „f. m.“ (fyrir miðdegi), en hinar 12 frá hádegi til
miðnættis með „e. m.“ (eptir miðdegi).
I þriðja dálki hverrar mánaðartöflu er töluröð, sem
sýnir, hverja stund og mínútu tungl er í hádegisstað í
Reykjavík. Um þetta má enn frekar sjá í greininni „Gang-
ur tungls og sólar á íslandi".
' í yzta dálki til hægri handar stendur íslenzka tíma-
talið forna. Eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítug-
nætta og 4 daga umfram, sem ávalt skulu fylgja þriðja
mánuði sumars; í því er aukið viku 5. eða 6. hvert ár;
það heitir sumarauki eða lagningarvika.