Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 61
viðfangs, enda er hættan þar mest á skemdum, vegna
skriðufalla niður í skurðinn. Verkinu var síðast lokið
á þessu svæði, í september 1913, en 1. okt. það ár
var Gatun-vatni veitt inn í skurðinn gegn um Kulebra,
eða alla leið að flóðlokunni við Pedro Miguel, en frá
henni hallar aftur niður á við til Kyrrahafs.
Rúmlega 3 kílóm. frá Pedro Miguel heitir Mira-
flores. Liggur leiðin þangað um vatn, sem myndað
hefir verið á þann hátt, að girt heflr verið þvert
fyrir Riograndes-dalinn, en að þeirri leið lokinni taka
við, hjá Miraflores, tvær flóðlokur, tvöfaldar, með
sömu lengd og breidd og hinar og 17,2 metra lyftihæð.
— Pegar komið er i gegn um þær, eru skipin aftur
komin á vatnsflöt, sem er jafn sjávarmáli. Frá Mira-
flores er svo 18 kílom. langur skurður til Kyrrahafs,
jafn breiður og hinn Atlantshafsmegin, en nokkru
dýpri vegna þess, að þar er meiri munur flóðs og
fjöru. Var hafinu veitt inn í skurðinn þeim megin
31. ág. 1913. Var opið, sem sprengt var þar upp, að
eins 100 fet á breidd, en innstreymið varð með svo
miklum krafti, að eftir ll/a klukkustund var opið
orðið 400 fet á breidd. 2. sept. 1913 fór fyrsta skipið
frá Kyrrahafi inn í skurðinn.
11. okt. 1913 var vatnsleið eftir skurðinum opin
alla leið milli hafa, og var það mikill fagnaðardagur
fyrir Randamenn og mikill sigurdagur fyrir verk-
fræðinga þeirra. En fyrir fram var það ákveðið, að
skurðurinn skyldi hátíðlega opnaður 1. janúar 1915.
— 35 þúsundir manna höfðu að jafnaði unnið að
skurðinum síðari árin.
Panama-skurðurinn hefir, eins og gefur að skilja,
haft stórkostleg áhrif á samgöngur og verzlunar-
viðskifti. Sjóleiðin frá Liverpool á Englandi til San
Francisco hefir stytst um 9527 kílóm., til Valparisó
um 4535 kílóm. og til Auckland á Nýja Seelandi um
817 kílóm. En nokkur sundurþykkja reis út af því}i
fyrst eftir að farið var að nota skurðinn, að Banda-
(7)