Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 38
XXXVI
Yfirmaður á varðskipinu við ísland 1902 hefir samið
og skýrt frá heimildaratriðum þeim, sem töflur þessar fela
í sér. Þau eru samin aðallega eftir athugunum, sem ís-
lenzkir athugarar gerðu sama árið á þessum stöðum.
Plá 1017.
Merkúríus er vanalega svo nærri sólu, að hann sést
ekki með berum augum. 3. janúar, 24. apríl, 23. ágúst og
17. desember er hann lengst í austuratt frá sólu, og geng-
ur kringum þá daga í Reykjavík undir hlutfallslega 2 stund-
um eptir sólarlag, 3 stundum eftir sólarlag, um sólarlagsbil
og x stundu eftir sólarlag. 12. febrúar, 11. júnf og 4. okt-
óber er hann lengst í vesturátt frá sólu, og kemur kringum
þá daga upp hlutfallslega T/= stundu fyrir sólarupprás, um
sólarupprás og 2 stundum fyrir sólarupprás.
Yenus er í ársbyrjun í vesturátt frá sólu, og reikar
26. apríl á bak við sólina yfir á kveldhimininn. 30. nóv-
ember er hún lengst í austurátt frá sólu, og gengur um
það leyti í Reykjavík undir i stundu eptir sólarlag.
Marz er í ársbyrjun í Skotmannsmerki og reikar jafn-
an austur á bóginn, gegnum Steingeitarmerki, Vatnsbera-
merki, Fiskamerki, Hrútsmerki, Nautsmerki, Tvíbura-,
Krabba- og Ljónsmerki inn í Meyjarmerki, og þar er hann
í árslokin. Marz er í hádegisstað (suðri): í ársbyrjun kl.
I1/* e. m., í byrjun apríl um hádegi, í byrjun ágúst kl. 10
f. m., í byrjun nóvember kl. 8. f. m. og í árslokin kl. 6 f. m.
Júpíter er í ársbyrjun í Fiskamerki og reikar gegn-
um Hrútsmerki inn í Nautsmerki, til septemberloka austur
á bóginn, en úr því vestur á við. 29. nóvember er Júpíter
gegnt sólu. Hann er í hádegisstað: í lok janúar kl. 6 e. m.,
f byrjun marz kl. 4 e. m., um miðjan maí um hádegi, í
byrjun ágúst kl. 8 f. m., í byrjun október kl. 4 f. m.,
í byrjun desember um miðnætti, og í lok desember kl.
10 e. m.
Satúrnns heldur sig allan árshringinn í Krabba- og
Tvfburamerki, og reikar frá því í ársbyrjun og til marz-
loka vestur á bóginn, því næst til nóvemberloka austur á
við, en úr því aptur í vesturátt. 17. janúar er Satúrnus
gegnt sólu. Hann er í hádegisstað: í ársbyrjun kl. 2 f. m.,
í lok janúar um miðnætti, í apríllok kl. 6 e. m., í byrjun
júlí kl. 2 e. m., í byrjun september kl. 10 f. m., um miðj-
an nóvember kl. 6 f. m. og f lok desember kl. 3 f. m.