Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 97
að menn þessir vilja verja efnum og kröftum sínum
til framfara í búskap sínum og annara. Heppnist
þeim fj7rirtæki sín, þá munu aðrir koma á eftir, þar
sem líkt stendur á. Peir menn eru þarfir, sem reyna
að eyða gamla lognmókinu í búskapnum.
En þarfastir allra verða þeir menn, sem svo
geta opnað augu landsmanna, að hej'ja-ásetningur
manna á haustum verði svo hyggilegur, að aldrei
verði hordauði á vorin.
Stórt vatnsveitu-fyrirtæki var byrjað í Flóanum
í Árnessýslu, en mishepnaðist fyrir skakkar mælingar.
I sumar er verið að reyna að ráða bót á því.
liúnnðarfélag íslands
átti í sjóði við árslok 1915 kr. 78,269. Fyrir sama ár
var íélaginu veitt á fjárlögunum 54,000 kr. Af því
veitti svo félagið aftur styrk til ýmsra þarflegra fyrír-
tækja, sem hér segir:
Til áveitu-fyrirtækja í 5 staði........... 1,453 kr.
— varnar gegn vatns-ágangi í 4 staði . . 710 —
— girðinga í 5 staði................... . 1,354 —
— — fyrir kynbótanaut............ 573 —
— — — kynbótahross í 2 staði . . 269 —
— jarðyrkjukenslu i 2 staði............... 360 —
— Gróðrarstöðinnar (þ. á. gaf hún arð) . 2,500 —
— nautgriparæktunar til 40 félaga .... 4,582 —
— 7 sauðfjárkynbótabúa................. 1,100 —
— eftirlitsmannakenslu.................... 780 —
— héraðasýninga hrossa.................... 300 —
— —»— hrúta (2 sýslur) .... 240 —
— fóðurtilrauna sauðfjár á 2 stöðum. . . 200 —
Utanfararstyrkur 8 manna til náms á bún-
aðarháskólum og garðyrkju . . . . . . 1,300 —
Búnaðarnámsskeið var haldið á Austfjörðum,
Stykkishólmi og Hvanneyri. Pangað sendi félagið
tyrirlestrarmenn.
(43)