Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 126
strax: ntarna raupið! réttan dropann, renna fann ég
inn í munn«. Þegar ég heyrði visuna pótti mér ótrú-
legt, að seinni parturinn væri ortur samstundis, og
likari því, að hann væri kveðinn á undan fyrri part-
inum, fór ég því til Ara og spurði hann hvað satt
væri í þessu, og sagði hann mér þá, að Olafur hefði
sagt vísu partinn eins hratt, eins og Ari hafði sagt
fyrri partinn.
Árið 1852 vígðist síra Björn Halldórsson aðstoð-
arprestur til föður míns í Laufási, var ég þá fylgdar-
drengur hans. Á Vatnsskarði náði okkur Olafur stú-
dent svo kallaður, hann var í sömu erindum, að fá
sér prestvígslu i Reykjavík, þá var hann 53 ára, en
leit út sem sextugur maður. Hann hafði verið mörg
ár skrifari hjá sýslumanni Lárusi í Enni. Til farar-
innar hafði síra Benedikt á Hólum lánað Ólafi hvít-
ann hest, ljómandi skepnu að fegurð og fjöri, en
sýslumaður hafði gefið honum bláan yfirfrakka með
gyltum hnöppum. Áminnstan dag var Ólafur stúdent
talsvert kendur, svo hann datt af baki í leirflagi, og
blái frakkinn með giltu hnöppunum varð allur blaut-
ur og leirugur. En glaða sólskin og sunnan þýðvind-
ur var allan daginn, svo smátt og smátt þornaði
frakkinn, en það varð okkar fylgdarsveinanna skylda,
að nudda leirinn úr bláa frakkanum í hvert skifti sem
áð var um daginn. En fylgdarsveinn Ólafs var Hallur,
sem löngu seinna fór til Grænlands, varð verzlunar-
stjóri þar, og síðar kallaður grænlenzki Hallur. Marg-
ir Skagfirðingar munu kannast við hann, og þeir ís-
lendingar, sem voru í Kaupm.höfn, þegar hann kom
frá Grænlandi.
Margar vísur voru kveðnar um bláa frakkann á-
minstan dag, því bæði prestsefnin voru vel skáld-
mælt. Komið var heim á höfðingjasetrið Hnausa til
læknis Skaftasen, og þar veitt kaffi, en þegar átti að
(72)