Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 80
ítalir réðust á Austurríkismenn í ísonzó-dalnum.
Var par hörð viðureign í fyrstu og unnu ítalir nokk-
uð á, en við það heflr setið síðan. Hafa þeir áttst
við í fjalllendi miklu og hvorugur á öðrum unnið,
enda ilt til sóknar en gott til varnar. — Búlgarar
réðust á Serba að austan, og samtímis réðust Pjóðv.
og Austurríkismenn á þá að norðan. Vörðust Serbar
hraustlega, en stóðust ekki slíkt ofurefli. Lögðu þá
Miðveldin undir sig alla Serbíu og síðan Albaníu alt
vestur að Adriahafl. Opnaðist þá Þjóðv. greið Jeið
til Miklagarðs og kornlandanna þar syðra. Banda-
menn sendu lið Serbum til bjargar; lenti það í Saló-
niki, sem nú er grísk borg, en kom of seint og fékk
engu áorkað. Hröklaðíst það inn yflr lándamæri
Orikklands i Makedóníu og bjóst síðan um í Salonikí,
en leifarnar af Serbaher voru fluttar til eyjarinnar
Korfu — i óleyfi Grikkja — og látnar hvilast þar.
— Pegar Serbía var unnin, sneru Miðveldin sér að
Svartfellingum. Lögðu þeir alt landið undir sig og
kúguðu það til friðar, en konúngurinn flýði úr landi.
Snemma á árinu réðust Bandamenn með her-
skipum á vígi Tyrkja við Hellusund og ætluðu að
brjótast þá leiðina inn til Miklagarðs. Náðu þeír
brátt yztu vígjunum við sundið, en þegar inn kom í
þrengslin reyndust vigin óvinnandi á þennan hátt.
Mistu þeir þar nokkur skip og urðu frá að hverfa.
Settu þeir þá lið á land á Gallíópóli-skaga og hugð-
ust að sækja vígin á laudi. Tyrkir höfðu þá náð að
auka lið sitt á skaganum og búast svo um, að hinir
fengu ekki sótt þá. Stóð í þessu þófl megin hluta
ársins og loks hörfuðu Bandamenn burtu af skagan-
um með lið sitt.
í viðureign Tyrkja og Rússa í Kákasuslöndunum
gerðist lítið sögulegt á þessu ári, og Tyrkir höfðu
ráðrúm til þess, að myrða marga tugi þúsunda krist-
inna manna í Armeníu.
Bretar sendu lið frá Indlandi, sem taka átti Bag-
(26)