Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 103
)
Sitt af hverju (innlent).
Messnr.
Á 6 ára tímabilinú 1908—1913 var árlega messað
í 120 kirkjum hér á landi, en misjafnlega oft. í
Reykjavíkur-dómkirkju var oftast messað, að meðal-
tali 120 sinnum á ári, en í Árneskirkju á Ströndum
sjaldnast, að eins 9 sinnum. í hinum kirkjunum var
messað að meðaltali á ári í þessi 6 ár:
í 2 kirkj. 13 sinn., 2 kirkj. 15 sinn., 4 kirkj. 16 sinn.,
- 3 — 17 — 2 — 18 — 6 — 19 —
- 6 — 21 — 7 — 24 — 3 — 26 —
- 3 — 27 — 3 — 28 — 3 — 30 -
- 5 — 32 — 5 — 33 — 9 — 35 —
- 2 — 35 — 4 — 37 — 4 — 39 —
- 3 — 40 — 3 — 41 — 3 — 43 —
- 4 — 44 — 4 — 45 — 5 — 46 —
- 4 — 47 — 4 — 48 — 3 — 51 —
- 5 — 53 — 3 — 55 — 2 — 60 —
- 2 — 62. Af þessu má sjá, hve margar messur hinir ýmsu
söfnuðir fá á ári. En ekki má dæma eftir því, hve
margar messur hver prestur flytur, því sumar af
þessum kirkjum eru annexíukirkjur, svo sami prest-
urinn flytur ræður í tveimur eða þremur kirkjum.
Á einstaka stað heflr kirkja verið bygð á þessu tíma-
bili, svo messum fækkaði þar eðlilega, meðan verið
var að byggja.
En af þessu má sjá það, að messur skiftast mis-
jafnlega á sóknarmenn, sem allir gjalda þó jafnt til
prests og kirkju. 20 söfnuðir fá færri en 20 messur
á ári, en 30 söfnuðir fá milli 40—60 messur á ári.
Að nokkru leyti er þetta afleiðing brauðasam-
steypunnar. Pegar sá grautur var soðinn, leit svo út,
sem meira væri hugsað um laun prestanna, enþarfir
safnaðanna.
(49)
4