Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 135
mikils heiðurs og álits, svo þeir reyndu á allan hátt
að spilla áliti hans. Peir kærðu hann fyrir það, að
hann hefði vanrækt að framkvæma við Port Arthur
beinar skipanir herstjórnarinnar í Pétursborg, og í
öðru lagi hefði hann getað varist lengur í Port Art-
hur, hann hefði beinlínis ofurselt vígið og herliðið í
hendur óvinanna af ragmennsku.
Stössel varði málstað sinn með því, að vígið hefði
verið svo sundur skotið alt og niðurfallið, að það
hefði aðeins verið til þess að úthella meira blóði en
komið var til einskis, ef hann hefði reynt, að verj-
ast fáa daga.
En þrátt fyrir það, að reynzlan var búin að sýna
áður, að þetta var rétt, þóknaðist herréttinum, að
dæma Stössel til lííláts 1908. Vegna hreysti Stössels
og margra yfirburða, breytti keisarinn dómnum frá
lífláti í 10 ára fanga vist, en þá meðferð þoldi heilsa
Stössels ekki. Hann varð fárveikur, svo keisarinn
breytti dómnum í annað sinn, og gaf Stössel upp
allar sakir, svo að hann væri frjáls maður og mætti
lifa þar sem hann vildi. En það var of seint, hinn
valdamikli hershöfðingi var orðin öreiga og þrotinn
að heilsu.
Á yngri árnro hossaði hamingjan Stössel af einu
virðingar þrepinu upp á annað hærra, hraustum að
heilsu og afli þar til hann var orðin yfirhershöfðingi
í Port Arthur, og hafði vald til að skipa tugum
þúsunda vaskra hermanna í opinn dauðann. Nú ræð-
ur hann naumast sínum næturstað, og liggur rúm-
fastur með aðra hliðina afllausa eftir slag-tilfelli, og
blestur á mál.
Fáir menn hafa orðið fyrir jafn stórfeldum von-
brigðum í lífinu sem Stössel.
Svona er hamingjuhjólið valt sumum, þótt á
*ninni mælikvarða sé.
(81)
6