Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 134
■og góð hún hafði verið við þau, og hvernig hún
hafði slitið kröftum sínum fyrir þau, þau hefðu ekki
verið nógu góð við hana né þakklát fyrir allt, sem
hún hafði á sig lagt þeirra vegna.
Pegar börnin voru grátandi að tala um þetta sín
á milli, raknaði móðir þeirra við örlitla stund, með
fullu ráði og sagði við sjálfa sig svo þau heyrðu:
»Hefði eg heyrt þetta fyr, þá hefði mér marga stund
liðið betur«. Petta voru hennar síðustu orð, sem
börnin gátu skilið.
Margar eru þær mæður sem slitið hafa heilsu
sinni og kröftum fyrir börnin sín, eins og þessi ekkja,
og margir eru þeir menn, sem mættu finna með
sjáltum sér, eins og nefnd börn, að þeir hafa ekki
hlúð að mæðrum sínum í elli, og þakkað þeim marg-
falda móður umönnun, eins og þær sannarlega hafa
verðskuldað. Mér hefir fátt sárnað meira, en þegar
eg hef séð og heyrt vel efnaða menn vera að basla
við, að koma mæðrum sínum á sveitina, af því þeir
hafa ekki tímt að fæða þær, eða gefa með þeim
sjálfir á þá staði, sem vel fór um þær.
Meira óræktar- og óhræsis- marki, en þessu, er
ekki hægt, að marka sjálfan sig með.
Tr. G.
★ *
Mjög ólík æfi.
I hinum mikla og mannskæða hernaði Rússlands
og Japans árin 1904—1906 var yfirhershöfðingi Rússa-
hers Stössel við hervígin Port Arthur, þar varðist
hann um langan tíma af mikilli hreysti. í viðurkenn-
ingarskyni sendi Rússakeisari honum virðingarmesta
heiðursmerki, sem ríkið átti, fyrir hrausta vörn, og
svo þegar stríðinu var lokið, og Stössel kom að aust-
an heim til Rússlands, tók þjóðin honum með mikl-
um fögnuði og virðingu. Pá var hann kominn á
hæzta hefðartind sinn, í þvi víðáttumikla ríki Rúss-
Jandi.
En öfundarmenn hans gátu ekki unt honum svo
(80)