Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 60
fyrir aldamótin, og hafði síðan haft ýmisleg mikil-
væg verk með höndum, en stórvirki hans við Panama-
skurðinn skipa honum í sæti meðal mestu afreks-
manna heimsins.
Lengd skurðsins, frá Colon til Panama, er 82
kílóm. og dýptin minst 12,5 metrar. Eru skipin, sem
um hann fara, 12 klukkust. á leiðinni frá hafi til hafs,
með þeim töfum, sem flóðlokurnar valda. Frá Límon-
flóa við Atlantshaíið er grafinn 153 metra breiður og
12,5 metra djúpur skurður til Gatun, en þar tekur
við stórt vatn, sem að miklu leyti er manna verk,
og er yfirborð þess 26 metra yfir hafi, en þrjú tvö-
föld flóðlokuverk eru þar til þess að lyfta skipunum
upp í þá hæð. Lítið stöðuvatn var þarna áður og
kallað Gatun-vatnið. Var sléttlendi norðan víð það
og þar frumskógar miklir, en milli þeirra Indíána-
bygðir. En þetta svæði var alt umgirt og áin Chagres,
sem kemur þar ofan úr fjalllendinu, hér um bil 33
kílóm. frá Gatun, látin fylla það af vatni, svo að
Gatun-vatnið er nú 10 fermílur ummáls og 85 feta
djúpt. I júli 1913 var stíflað fyrir útrensli frá Gatun-
vatninu, og í ágúst það ár fór fyrsta skipið um vatnið.
En full-myndað var vatníð ekki fyr en löngu síðar.
Flóðlokurnar við Gatun eru 310 metra langar og 33,5
metrar á breidd. A það að taka 15 mínútur að opna
og fylla hverja um sig.
A 50 kílóm. leið frá Gatun er j7firborð skurð-
vatnsins 26 metra yfir haffleti, eða til þess, er kemur
að flóðlokunni við Pedro Miguel. Hún er tvöföld og
lengdin og breiddin hin sama og á flóðlokunum við
Gatun, en lyftihæðin 8,8 metrar. A þessu svæði er
skurðurinn dýpri en áður, 13,7 metrar. Hækkar landið
þar töluvert, er nær dregur Kyrrahafi, mest í Kúlebra-
hæðunum, hér um bil 18 kílóm. frá Kyrrahafi, og
verður hæð landsins þar 100 metra yfir sjávarmál.
Þar er gífurlega stórt skarð grafið í gegnum hæðirnar,
og er sá hluti verksins talinn verið hafa örðugastur