Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 108
jóladag heiöríkt loít og lítið frost í Rvík. Að eins
grár litur efst á Esjunni og Akrafjalli. — Pó var enn
þá blíðara veður 1907 um jólin og fyrir þau. Á jóla-
daginn sást ekki snjódepill á Akrafjalli, og ein snjó-
rák í gili í Esjunni. Svona getur verið blítt á voru
kalda landi, þegar sól er lægst á lofti.
* ★
*
Samskot kvenna til Landsspítala-byggingar ís-
lands var 1. maí þ. á. orðin 17,345 kr., en hátíðardag
þeirra 19. júní næstl. bættist við 3000 kr., svo nú er
sjóðurinn rúml. 20,000 kr., og er það mikið á einu ári.
* *
í alman. árið 1909 var getið um Thorvaldsens-
félagið í Rvík. Pað heldur áfram sínu mannúðarstarfl.
17. nóv. 1915 voru liðin 40 ár frá stofnunardegi
þess. Til minningar þess gaf félagið 1000 krónur til
Landsspítalasjóðs íslands. Áríð 1906 stofnaði félagið
barna-uppeldissjóð, og gaf þá 500 kr. Síðan árlega
200—300 kr., svo nú er sjóðurinn 9,000 kr.
* *
*
Sex undanfarin ár hefir sund verið þreytt í
Reykjavik á nýjársdagsmorgun og sama var gert næst-
liðinn nýársdag (1916). Kl. 11 byrjaði sundið. Veðrið
var gott, hiti í lofti 4 stig og í sjónum 2*/a á Celsius.
Vegalengdin var 50 metrar. Pálttakendur 7. Erlingur
Pálsson sundkennari synti þessa vegalengd á 34 sek-
úndum, sá næsti, Bjarni Bjarnason, á 43 sek. og sá
síðasti á 53 sek. Silfurbikar fékk sá að verðlaunum,
er fyrstur varð.
Sund á nýjársdags-morgun byrjaði árið 1910. —-
Lengd sundsins var 50 metrar, hefir svo verið síðan.
Peir, sem unnið hafa fyrstu verðlaun voru
þessir:
Arið 1910 Stefán Ólafsson .... 48 sek.
— 1911 Sami .... 42 —
(54)