Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 160
Málarinn.
Frægur málari átti eitt sinn aö mála mynd af
Alexander mikla í fullri stærð. En hann hafði fengið
-stórt sár í orustu á kinnina, og síðar djúpt ör, sem
óprýddi hann mjög.
Málarinn var í byrjun í vandræðum með þetta
ör, því það óprýddi myndina, en ef hann hefði ekki
örið, þá yrði myndin ólík þvi, sem þjóðirnar hefðu
hugmynd um hinn mikla mann.
Hann tók því það heppilega ráð, að mála Alex-
ander sitjandi, styðjandi hönd undir kinn, og vísi-
fingurinn yfir örinu.
Margt færi betur en fer, ef þeir sem blöðum
stjórna, og Gróa á Leiti, sem segir fréttir, færu eins
að og málarinn, og legðu fingurinn yfir örin og
skrámurnar.
Sparsemi.
Pað er fleira en peningar, sem menn verða að
spara. Ekki er síður áríðandi, að spara krafta sína.
Eins og það er skaði, að eyða peningum til einskis,
eins er það skaði, að eyða kröftum sínum fram yfir
■þarflr. Fví betúr, sem menn þekkja það verk, sem
•þeir eiga að vinna, og því betur, sem þeir búa sér i
hendur verkfæri þau, sem þeir ætla að nota, þess
léttari gengur vinnan, og þvi minna slitna kraftarnir.
fess vegna er pekldng og kunnátta nauðsynleg.
Pað er ott hörmung að sjá það, hve margir slita
kröftum sínum að óþörfu, og gera sér verkið erfitt,
fyrir óverkhygni og léleg verkfæri, sem þeir ýmist
ekki kunna, eða ekki hirða um að búa sér i hendur.
Tveir menn gengu heim að kvöldi dags, báðir
voru allan daginn við sama verk, annar var þreyttur,
hinn ólúinn. Þó hafði hann unnið meira verk en hinn.
En hann var verklaginn með gott verkfæri. Hinn
það gagnstæða.
Pvi verður þetta áldrei of oft endurtekið: lærðu
verklægni við vinnu þína, og eyddu ekki kröftunum
að ópörfu. Tr. G.
(106)