Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 56
að fara, og lagði 8 áætlanir fram fyrir landfræðis-
félagið í París 1879. Par var ákveðið, að valin skyldi
sú leið, sem síðan heíir verið farin, frá Panama-
höfninni, að austan, til Límons-flóans, að vestan. —
Síðan stofnaði Lesseps annað félag til pess að ráð-
ast í verkið. Hann var þá 74 ára gamall, og hélt nú
vestur um haf með fjölda verkfræðinga með sér.
Hafði hann áður keypt levli til skurðgerðarinnar af
Columbíu-lýðveldinu fyrir 10 miljónir franka, en
kostnaðurinn við skurðgerðina var áætlaður 843 milj-
ónir franka, og er nú sagt að Lesseps hafl hlotið að
vita þegar frá byrjun, að þetta væri alt of lágt áætl-
að. Hlutafjársöfnunin gekk tregar en við var búist,
svo að í desember 1880 var enn ekki meira fengið
en 295 miljónir. En samt var verkið byrjað með
góðri von og miklu umtali í ársbyrjun 1881. Járn-
braut hafði áður verið vestur yfir Panama. Hana
keypti félagið í júní 1882 fyrir 94 miljónir franka.
Félagið hafði skuldbundið sig til að fullgera skurð-
inn á 18 árum. Hann átti að vera 73 kílóm. á lengd,
56 metrar á breidd á láglendi, en 22 á hálendi, og
dýptin að jafnaði 8*/> meter. En það kom fljótt i ljós,
að allar áætlanir voru rangar. Par á ofan rak eitt
óhappið annað. Einu sinni féll skriða ofan í skurð-
inn og eyðilagði á einni nótt margra mánaða vinnu.
Verst var þó, hve loftslagið var óheilnæmt þarna,
því það deyddi verkamennina unnvörpum. Flestir
voru þeir svertingjar frá Vestindía-eyjum, og var nú
sagt, að vinnan gengi mest í það, að jarða þá, sem
dóu.
1885 lýsir Lesseps því yfir, að 1200 milj. franka
þurfi til þess að Ijúka verkinu. Enn var farið að
safna hlutafé, og komu inn 229 miljónir. Upphaflega
var það ætlunin, að flóðlokuverk þyrtti ekki að nota,
en nú sáu menn, að þau voru óhjákvæmileg, og yrði
því að taka þau upp. 1887 tók Eiffel byggingameist-
ari, sá er reist hafði Eiffel-turninn og var frægur
(2)