Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 95
skýrslur um ástand landsins. Menn sjá ekki, að auk
þess sem pað er skaðlegt fyrir landiö, þá er paö
leiðinlegt fyrir pá, sem hugsa um hag pess, að purfa
ár eftir ár að byggja á röngum tölum. Tr. G.
Ýmislegt um búnað og sjávarútveg m. m.
Sýning’ar.
Ánægjulegt og gagnlegt er pað, hve mikill áhugi
er alment vaknaður fyrir sýningum og kynbótum
sauðfjárins, eins og sést af eftirfarandi skýrslu frá
haustinu 1915. Pá voru í 43 hreppum sýndir 2020
hrútar af 600 sýnendum. Fyrstu verðlaun voru veitt
fyrir 32 hrúta, og fyrir 1050 hrúta önnur, priðju og
fjórðu verðlaun. 484 hrútar voru taldir notandi, en
450 óhæfir.
Hrepp- Sýn- Hrútar fullorð. Hrútar veturg. Hrútar alls Verðl. fvrstu
Sýslur ar endur sýndir og yngn sýndir veitt
Húnavatnssýsia 11 160 278 322 ‘eoo 9
Strandasýsla . . í 15 20 46 66 »
Dalasýsla . . . . 6 98 . 117 197 314 4
Snæfellsn.sýsla. 7 90 60 214 274 2
Mýrasýsla.... 6 93 160 189 348 2
Borgarfj.sýsla . 9 102 132 180 312 12
Kjósarsýsla . > . 3 42 45 60 106 3
Samtals 43 600 812 1208 2020 32
Einn af pessum sýninga-hrútum, sem fékk fyrstu
Verðlaun, var seldur fyrir 150 kr., annar 125 kr. og
tveir fyrir 100 kr. hver. Petta er langhæsta verð, sem
borgað hefir verið fyrir íslenzkar sauðkindur, og
sýnir berlega, að alvarlegur áhugi manna er vakn-
aður á því að bæta kyn sauðfjárins. En um leið og
sá áhugi vex alment, að eiga gott og arðberandi fé,
er likiegt að viðurgerningur á búpeningi batni, svo
að hor og hordauði verði sjaldséður.
(41)