Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 137
Ánsturlanda saga.
í Austurlöndum var stórauðugur höfðingi Makbet
að nafni, hann hafði mikil lönd til umráða og marga
þjóna. Lífið sýndist ieika við hann, góð heilsa og
alsnægtir, en samt var hann leiður af lífinu, og sí-
kvartandi yfir ástandi sínu.
Sér til afþreyingar fór hann eitt sinn út á skóg
til dýraveiða ásamt ýmsum vinum sínum. En þegar
leið á daginn, sá hann hjört, sem hann elti langa
stund, varð viðskila við samferðamenn sína og vilt-
ist, svo hann vissi ekki hvert hann ætti að snúa.
Loks kom hann að stóru fljóti, fekk sér þar vatn að
drekka og ætlaði að hvífa sig þar, en þá óð að hon-
um krókódíll, áður en hann gat náð hestinum, svo
hann varð að flýja gangandi, en það vissi hann, að
krókódílar geta ekkí farið knappa króká, svo hann
hljóp alt af smá-hringa, þar til krókódíllínn var orð-
inn þreyttur og skreið aftur út í fljótið. Var Makbet
orðinn sjálfur svo þreyttur og hræddur, að hann
datt niður meðvitundailaus. Pannig fundu samferða-
mennirnir hann stundu síðar, og fluttu hann heim í
höll hans, hafði hann þá mist afl, sjón og heyrn. —
Svona lá hann langan tima og sá þá fyrst, að góð
heilsa er mikils virði. Nú iðraðist hann eftir, hve
vanþakklátur hann var meðan heilsan var góð. Lét
hann þá það boð út ganga, að hver, sem gæti veitt
sér heilsuna aftur, skyldi fá að launum alt það gull
og silfur, sem hann ætti í fjárhirslu sinni.
Margir, sem langaði til að ná í gullið og silfrið,
gáfu sig fram, en af öllum valdi Makbet fátækan og
aldraðan einsetumann, sem hafði aðsetur sitt upp í
fjöllum. Eftir nokkurn tíma fór sjúklingnum að balna
af fjallajurtum og lyfjum einsetumannsins, og loks
fekk hann fullkomna heilsu. Af þvi varð hanu svo
glaður, að hann lét telja einsetumanninum út alt
það gull og silfur, sem hann átti, og sagði, að það
(83) 6*