Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 152
28. desbr. 1908 fórust i Messina á Ítalíu í jarðskiálfta
77,000 manns.
Á -vesturströnd S.-Ameríku, Japan, parti af Ind-
landi, Ítalíu, Grikklandi og Eyjaálfunni eru jarðskjálft-
ar tíðastir.
Jarðskjálftafræðingum hefir talist svo til, að á
næstliðnum 50 árum, hafi komið 130 pús. jarðskjálft-
ar stærri og smærri. Þar af hafa komið í Japan 27
pús. jarðskjálftar, álíka margir í ítaliu, og 10 pús. í
Grikklandi, og 8 pús. í Suður-Ameríku.
Fleiri stóra jarðskjálfta mætti telja, sem hafa
gjört stórtjón á mönnum og eignum, en pað er ekki
skemtilestur og skal hér ekki lengra farið. Tr. G.
Um myndirnar.
Vilhjálmur Stefánsson er al-íslenzkur að ætt, og
er nú orðinn frægur maður fyrir ferðir sínar og
landaleit í nyrzta hluta Ameríku.
í Andvara árg. 39. og 40. eru greinar um ferðirhans,
par sem hann segir frá pví fólki, sem hann ferðaðist
meðal. Álítur hann, að hann hafi fundið par nýjan
kynflokk, sem ekki séu Eskimóar, en líkir pví, að peir
séu af norrænu kyni komnir. Hann telur ekki ólík-
legt, að peir séu á einhvern hátt afkomendur peirra
Norðmanna og íslendinga, sem fluttu til Grænlands
fyrir nálægt 1000 árum. Pessa skoðun sína byggir
hann á lífernisháttum og útliti pessara Norðurbúa.
Peir lifa eingöngu á fiski og dýraveiðum.
Pegar myndin hér í alman. er skoðuð, pá virð-
ist, að myndin af karlmanninum sé miklu likari
voru kyni en Eskimóum, en myndinni af konunni
svipar aftur meira til Eskimóa, enda er mjög eðli-
legt, að kynið sé farið að blandast á svo löngum
tíma. En myndin er nú sett hér til pess, að menn
geti sjálfir myndað sér skoðnn um petta efni.