Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 99
kominn, svo að fréttir berast fljótt, þaðan sem atlans
er að leita.
Árið 1915 var afli á opna báta viða heldur rýr,
en á mörgum stöðum mikill á mótorbálum, einnig
Var ágætur afli á þilskipum. En þó urðu tekjurnar
mestar af botnvörpuskipunum, einkum þeim, sem
síldarveiðar stunduðu þriggja mánaða tíma af árinu.
Sagt er að margir þeirra hafl haft í hreinan ágóða
s/s af upphaflegu verði þeirra.
Sildarveiði stunduðu þennan stutta tíma 18 botn-
vörpuskip frá Faxaflóa, sem sýnt verður í skýrslu
hér á eftir. Enn fremur gengu 8 skip af ýmsri stærð
frá Norður- og Austurlandi og 11 mótorbátar og
seglskip með reknet, en hin skipin öll notuðu snerpí-
nætur. —
Af útlendum skipum stunduðu síldveiðina á sama
tima 180 norsk skip og 6 sænsk. Aðal-stöðvar þeirra og
skipanna frá Faxaflóa var Siglufjörður og Eyjafjörður.
Eftir því sem næst verður komizt, öfluðu þessi
öll skip 380 þús. tunnur af saltaðri síld, og 170 þús.
mál, sem selt var í verksmiðjur. Aukþessa öfluðust
yfir sumarið í dráttarnætur á Austfjörðum 8000
tunnur og í reknet á Faxaflóa til fiskbeitu 5000 tunn-
ur, og á mótorbáta á ísafirði 3000 tunnur.
Sé síld sú, sem söltuð var, reiknuð á 20 kr* tn.
og 5 kr. hvert mál, sem selt var í verksmiðjur, þá
lætur nærri, að síldaraflinn við Ísland þetta ár hafi
verið 8,770,000 krónur, og þar af hafa landsmenn átt
3,106,000 kr.
Hvalveiði Norðmanna var mikil hér við land
fyrir nokkrum árum, en nú var að eins ein hvalveiða-
stöð eftir, sem hættir þ. á. Eigendur hennar fengu
næstl. ár 54 hvali, en árið áður 30 hvali.
Hve mikið þorskveiðar gáfu af sér, er ekki
hægt að segja með nokkurri vissu. Engar skýrslur
komnar yfir fiskveiðar hér við land (þó hef eg nú í
höndum skýrslur um fiskveiðar árið 1915 frá Noregi,
(45)