Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 123
*)Númi undi lengi í lundi, | leiðir sveigir hér og þar
lítur hann sprund hún lá í blundi, | lík skjaldmey að bún-
ing var. [S. Brf.
Hlífar gráar hrofna fá, | hjör þar brá hinn ofur knái
fjúka hráir hausar þá, | hans af bláum slíðra ljái. [S. Brf.
Það er feil á þinni mey, | Þundur ála bála,
að hún heila nefur ei, I hurð fyrir mála skála. [N. K.
Breiðskeggjaður belti að, | benjanaði girtur
eitt gullhlað um ennis stað, | í geirlaðar skirtu. [S. J.
Tjáðu lýðir hól á hól, | hól það færri bera,
kváðu víðis sólar sól | sólu skærri vera. [G. I.
Féll í valinn elli alin, | æða. græðir klæðir svæði
svellá kvalir hrella halínn | hræðist næði en glæðist mæði
[S. Brf.
Örvar hellast ógnir hrella, | iður vella blóðlitaðar
sverðin skella fólk og fella, | feigð um velli köstum raðar.
[S. Brf.
Bíði þannig lesin ljóðin, | lagi braginn vinir kvæða,
blíði svanninn hróðrar hljóðin j hirði og virði af þeli gæða
[S. Brf.
Gosi fór að gjöra vísu, | í gasalegu drykkju rnasi
Gosi týndi einni ýsu, | f asalegu heimsku þrasi. [Gl. v.
Hetjan niður lemur liðið, | lét ei friðarbið
undir iðar sóknar sviðið j sára riðin við.
Háttur léttur, þáttur þéttur, | þeygi réttur fer,
máttur settur, dráttur dettur, | dregin sléttur er. [A. B.
Hún gat séð af hundsfylli, | hún gat léð eitt rúmbæli
hún var svona hress við veg, | hún var kona rausnarleg.
Oft er æði í annríki, | oft er kvæði gleðjandi
oft er ræði í útveri, | oft er næði þreytandi.
**)Hlinir spjóta girðing grjóta | gjöra fljótir brjóta
síðan fótafimi njóta, | flokknum móti ljóta. [S. Brf.
Féll svo dauður hann á hauður, | í Hristar iðu niður
blóði rauðu, andar auður, | öðlings hlið þó viður. [S. Brf.
Dvínar ræða mín, því mæða, | mjög vill hræða sinni
mætur flæða gætir glæða, | gæfu’ hagstæða finni.
‘) Nýhcnda.
**) Hrynjandi.
(69)