Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 148
mestu hve mörgum vinum og vandamönnum barnið
eigi að heita eftir, pannig getur stúlkubarnið fengið
6—8 nöfn.
Eg hef hitt þá foreldra, sem vildu láta skýra
dóttur sína 6 nöfnum, sem öll enduðu með ina, t. d.
Petrína, Hansína, Malvína o. s. frv. Einnig aðra for-
eldra, sem vildu gefa dóttur sinni 8 nöfn, hvar at
annað nafnið var í vestur og hitt í austur, t. d. Jó-
hanna, Alma, Jakobina, Amunda, Sunneva, Elsa,
Oluffa, Súsanna.
Eitt af1 því afkáralega er, þegar foreldrarnir eru
að snúa drengjanöfnum í stúlkunöfn, t. d. Hansa,
Jensa, Paula o. fl. Pegar á að beygja þessi nöfn, þá
verður það: hjá IJansi, hjá Jensi, hjá Páli, svo þá
lítur út fyrir, að sé verið að ávarpa drengi.
Eins og eg sagði áður, er meiri hluti foreldra,
sem heldur þeim gamla góða sið, að láta börn sin
heita einu nafni eða í mesta lagi tveim nöfnum. Pað
var fyrst milli 1880—90, sem þessi langa nafna-romsa
byrjar og öfugmæli i nöfnunum. En flestir af þess-
um afvegaleiddu foreldrum láta sannfæra sig, og sjá,
að það getur verið óþægilegt fyrir barnið þeirra
þegar það vex, að bera þessa löngu nafna-romsu,
einkum ef sumt af nöfnunum eru skrípanöfn.
í mínum prestskap hef eg hitt á tvenna foreldra,
sem ekki vildu láta að orðum mínum með skripa-
nöfn og margefni, og álitu að þau gætu með hjálp
sýslumanns og ritstjóranna þvingað mig, tíl að láta
undan vilja sínum.
Aftur hef eg hitt marga foreldra, sem hafa þá
skoöun, að presturinn í prestsverkum sé ekki gólf-
þurka sýslumanns eða annara. — Pau hafa líka skilið
það og játað, að eg fylgdi þessu fram í góðu skyni
við þau og barnið.
Eg hef skýrt börn fyrir þá foreldra, sem sam-
þyktu, að sleppa 4 nöfnum af 7, og 4 nöfnum af 5.
Seinna þegar eg talaði við þau, voru þau ánægð yfir
því, að þau hefðu fylgt mínum tillögum.
(94)