Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 150
Gnfuskipin.
Gufuskipin eru rúmlega 100 ára gömul. Áður
'voru seglskip eingöngu notuð til flutninga og ferða.
1807 fann Fulton íyrst upp gufuskip, sem hreyfðist
með hjólum, sem voru utanborðs við báðar skips-
hliðarnar. Á ám og sléttum sjó reyndust þau vel
brúkleg, en þegar fyrsta skipið fór milli Ameríku og
Englands 1819, reyndist það því nær ófært; því í
stórsjó komu hjólin á víxl upp úr sjónum og ætluðu
þá alt að mölva, þegar þau snerust í lausu lofti. —
En árið 1839 var skrúfan fundin upp, og er hún nú
eingöngu notuð síðan á skipum, sem fara milli landa.
Hjólaskip eru nú að eins notuð á ám og þar sem
smá-sævi er. —
A seinni árum hefir vélum í gufuskipum mjög
verið breytt til að auka hraða og spara eldsneyti.
Fyrsta gufuskipið sem íór mcð póst yfir Atlantshafið
milli Englands og Bandaríkjanna lagði frá Liverpool
4. Júlí 1840 og kom til Boston eftir 14 daga og 8 klt.
En”»Lusitania« fór fyrir 3 árum álíka leið á 4 sólar-
hringum og 18 klt.
Nefnt skip var með stærstu skipum og rúmaði
45,000 smálestír, þar af var haft fyrir kol, sem skipið
þurfti á leiðinni, 13,500 smálesta rúm, sem drógst frá
því plássi, sem hægt var að nota til vöruflutnings.
Er því auðséður tvenskonar gróði að spara kolin,
bæði verð kolanna sem sparast, og rúm i skipunum
til vöruflutninga. — Til þess að knýja þessi stóru
skipabákn áfram með 24 sjómílna hraða á 3 kl.t.,
þarf að brenna kolum, sem mundi nægja 100 fjöl-
skyldum á Islandi árlangt.
Fyrst eftir, að gufuskipin byrjuðu ferðir sínar,
var eytt 160 kogr. af kolum á klt. fyrir hver 100 hest-
öfl, en nú eyðast 70 kogr. til hins sama.
Gufuskip með 40,000 hestöflum eyðir daglega af
kolum 5,376 hestburðum (10 fjórðunga böggum).
(96)